Skírnir - 01.09.2016, Page 37
273varðmaður gamla íslands
könnun í apríl 2014 sögðust t.d. einungis tæp 20% svarenda telja að
hann væri „heiðarlegur“. Reyndar töldu enn færri (10,9%) að for-
sætisráðherra landsins verðskuldaði þá einkunn; nærri helmingur
felldi hins vegar þann dóm yfir Katrínu Jakobsdóttur og Jóni Gnarr
(„Persónueinkenni stjórnmálaleiðtoga“ 2014).
Haustið 2014 var Ólafur Ragnar Grímsson (2014b) aftur kom-
inn í gamalkunnugt hlutverk sitt, að segja Íslendingum fagra þjóðar-
sögu:
Fyrir lýðveldisstofnun 1944 voru Íslendingar ein fátækasta þjóð Evrópu.
Stofnun íslenska lýðveldisins var einstakt afrek á veraldarvísu, að svo fá-
menn þjóð ákvæði að verða sérstakt ríki. Sjálfsvirðing Íslendinga og sýn á
eigin sæmd endurspeglaðist einnig í að samþykkja einróma mjög merki-
lega stjórnarskrá, m.a. var „forseti Íslands fyrsti þjóðhöfðinginn í veröld-
inni sem kosinn var með beinu lýðræðislegu vali þjóðarinnar.“
— Samstaðan, trúin á málstaðinn og réttlætið færði Íslendingum síðan
sigur í baráttu við erlendar þjóðir og treysti efnahagslegar undirstöður
landsins.
— Fyrir fáeinum árum ógnaði fjármálakreppan, hrun bankanna, um hríð
fyrri árangri Íslendinga. Hrunið varð „einkum vegna tilrauna annarra til
að beygja okkur“. Nú hefur tekist að snúa vörn í sókn. Í landinu „eru hag-
vöxtur, lítið atvinnuleysi og sívaxandi styrkur útflutningsgreina og þjónustu
vitnisburður um einstæðan árangur á evrópska vísu“.
— Sess Íslands í samfélagi þjóða hefur verið tryggður. Síðast var „ein-
hugur um inngöngu í Norðurskautsráðið“.
Af málflutningi forseta Íslands að dæma stóð allt í blóma í landinu.
Hvað sem efnahagslegum mælikvörðum leið var þó traust fólks á
Alþingi enn í algjöru lágmarki en vantraust mikið í garð helstu
valdastofnana landsins. Þannig kvaðst rétt ríflega þriðjungur svar-
enda treysta ríkissaksóknara og Hæstarétti Íslands. Nokkru færri
treystu héraðsdómstólum og dómskerfinu. Um 10% treystu fjár-
málaeftirliti og bankakerfinu.12 Innan við helmingur landsmanna
skírnir
12 Samkvæmt könnunum fyrirtækisins Market and Media Research — MMR —
treystu 7,9% svarenda Alþingi um sumarið 2012 en 67,3% vantreystu þinginu.
Í kjölfar þingkosninga 2013 var traustið 16,4% en vantraust 49,0%. Haustið 2014
sótti í svipað far og áður: Traust 12,8% en vantraust 54,7% („Traust til margra
…“ 2014; „Traust til stofnana …“ 2014).