Skírnir - 01.09.2016, Page 38
bar traust til forseta Íslands og um 40% studdu ríkisstjórn Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks. Gamla Íslands hafði vissulega unnið
forsetakosningar 2012 og alþingiskosningar 2013 — en þjóðar-
samstaðan var ekki mikil og traust til ráðamanna og ríkisvalds var
sem fyrr lítið. Lýðveldið var enn í sárum eftir hrunið.
Við þessar aðstæður sýndi Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur
hæfileika til að breyta málflutningi sínum og reyna að berast með
sterkum straumum í samfélaginu. Í nýársávarpi 2015 var hinn sigur -
reifi forseti horfinn en þjóðinni birtist umhyggjusamur þjóðhöfð -
ingi sem viðurkenndi að þjóðin hefði orðið fyrir miklu áfalli í
bankahruninu. Vissulega þyrfti að læra af mistökunum, gera „að hald
og gagnsæi að grundvelli stjórnkerfis“. Forsetinn fagnaði gagnrýn -
inni umræðu sem vissulega væri forsenda raunverulegs lýðræðis.
Hins vegar þrifist þjóðin ekki á gagnrýni einni saman. Halda ætti til
haga mörgu jákvæðu í íslenskri sögu og arfleifð. Að mati tveggja
fremstu erlendra háskóla og einnar virtustu efnahagsstofnunar ver-
aldar skipaði staða og árangur Íslendinga þeim í fremstu röð. Ísland
væri þannig í fyrsta sæti í heiminum þegar metin væri staða kvenna
á opinberum vettvangi.
Margt hefur áunnist, sagði Ólafur Ragnar, en margt þarf að
bæta, því
… sumt í okkar þjóðfélagi er jafnvel enn með þeim hætti að ekki verður
unað til lengdar. Þar skiptir mestu, eins og ég hef áður ítrekað á nýárdag,
að útrýma fátæktinni sem þjakar of marga, einstæðar mæður, aldraða og
öryrkja.
Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að
baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Ís-
lendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífs-
kjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.
(Ólafur Ragnar Grímsson 2015a)
Mildari málflutningur forsetans megnaði ekki að auka traust fólks
á honum.13 Ekki tókst heldur að brúa bilið milli stríðandi fylkinga
274 svanur kristjánsson skírnir
13 Samkvæmt Gallup-könnun í mars 2015 bar 43% svarenda traust til forsetans og
hafði þá minnkað um 4% frá fyrra ári („Átján prósent almennings treystir
Alþingi“ 2015).