Skírnir - 01.09.2016, Page 48
beinlínis unnið gegn stjórnarskrárbreytingum með því að mæla
gegn þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum.18
Full ástæða er einnig til að efast um þá staðhæfingu forsetans að
samkomulag væri að nást um önnur helstu deilumál íslenskra
stjórnmála. Engin sátt er t.d. um hvaða leiðir eigi að fara varðandi
aðildarviðræður við Evrópusambandið. Deiluaðilar eru ekki einu
sinni sammála um staðreyndir, þ.e. hvort Evrópusambandið tekur
mark á bréfi utanríkisráðherra Íslands, Gunnars Braga Sveinssonar,
þar sem tilkynnt var um slit aðildarviðræðna. Er Ísland umsóknar-
ríki að Evrópusambandinu eða ekki? Þar var efinn.19 Ekki var
heldur sæmileg sátt um ríkisstjórn landsins. Saman höfðu ríkis-
stjórnarflokkarnir rétt um 30% fylgi á meðan Píratar fóru með him-
inskautum með tæp 40% í skoðanakönnun. Um 70% svarenda
lýstu yfir andstöðu við ríkisstjórnina („Fylgi Pírata eykst“ 2016).
Ólafur Ragnar Grímsson hættir við að hætta — og hættir
síðan við að hætta við að hætta ekki
Vorið 2016 voru öfl gamla Íslands í miklum vanda. Helsti foryst-
umaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, var að hætta
og nýr flokkur, Píratar, kominn með meira fylgi í skoðanakönn-
unum en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samanlagt. Þar
284 svanur kristjánsson skírnir
18 Í gildi eru bráðabirgðaákvæði um stjórnarskrárbreytingar, Lög nr. 91, 11. júlí
2013 (Alþingi 2013). Til að breyta stjórnarskrá samkvæmt þessu ákvæði þarf
Alþingi fyrst að samþykkja breytinguna með 2/3 greiddra atkvæða. Til þess að
frumvarpið sé endanlega samþykkt verður helmingur kjósenda í þjóðar-
atkvæðagreiðslu að samþykkja það „þó minnst 40 af hundraði allra kosninga-
bærra manna“. Svo dæmi sé tekið: 60% þátttaka er í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu,
65% kjósenda er með breytingunni en 35% á móti. Frumvarpið er fellt því að
„einungis“ 39% atkvæðisbærra manna samþykktu. Varla er raunhæft að efna til
slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu einnar og sér. 49% kosningaþátttaka var í þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stjórnarskrártillögur stjórnlagaráðs 20. október 2012.
19 Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi skrifuðu meira að segja framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins bréf þar sem fullyrt var að ríkisstjórnin hefði ekki heimild
til að slíta aðildarviðræðum einhliða. Upphaflega hefði Alþingi heimilað aðild-
ar viðræður með sérstakri þingsályktun. Af hálfu Íslands yrði viðræðunum
einungis slitið með samþykkt þingsályktunar þess efnis („Veit einhver hvort Ís-
land …“ 2015).