Skírnir - 01.09.2016, Page 49
285varðmaður gamla íslands
að auki var opinberlega uppi mikill ágreiningur milli stjórnarflokk -
anna í mörgum málum, staðsetningu Landspítala, búvörusamninga,
fæðingarorlof, afnám verðtryggingar, sölu banka og náttúrupassa
(„Ágreiningur í stjórnarliðinu“ 2016).
Þann 15. mars 2016 birti Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona
forsætisráðherra, færslu á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún greindi frá
því að hún væri eigandi aflandsfélags, Wintris Inc., sem lögfræði stofa
í Panama hefði stofnað fyrir hana á Jómfrúareyjum.20 Í kjölfarið
hófst ein ótrúlegasta atburðarás í sögu íslenskra stjórnmála fyrr og
síðar:
4. apríl komu um 26.000 manns saman á Austurvelli og kröfð -
ust afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar, þingrofs
og nýrra alþingiskosninga.
5. apríl neitaði forseti Íslands að samþykkja beiðni forsætis-
ráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um þingrof
og nýjar kosningar.
7. apríl sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson af sér embætti
forsætisráðherra.
18. apríl lýsti Ólafur Ragnar Grímsson því yfir að hann væri
hættur við að hætta við framboð sitt til forseta.
9. maí gaf forseti Íslands út yfirlýsingu um að hann væri end-
anlega hættur og léti af völdum við lok kjörtímabilsins.
Í fyrstu var mjög á huldu hvers vegna eiginkona forsætisráðherra
hafði opinberlega greint frá aflandseign sinni, en ekki þurfti lengi að
bíða þess að mál skýrðust. Sunnudaginn 3. apríl sýndi ríkissjón-
varpið fréttaskýringarþátt sem unninn var í samvinnu við Jóhannes
Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjón-
varpið STV („Sigmundur gekk út …“ 2016). Í þættinum var m.a.
sýnt viðtal SVT við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þar sem hann
neitaði allri vitneskju um aflandsfélagið Wintris. Stjórnendur þátt-
arins kynntu honum þá skjöl sem sýndu að Wintris var stofnað árið
2007 og áttu þau Anna Sigurlaug þá hvort um sig 50% hlut. Sig-
skírnir
20 Sbr. „Anna Sigurlaug: „Gefum nú Gróu á Leiti smá frí“ 2016. Þar er Fésbókar-
færslan birt í heild.