Skírnir - 01.09.2016, Page 60
Eftir myndun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
reyndi ríkisstjórnin að fá Alþingi til að samþykkja ályktun um slit
aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vegna andstöðu almenn-
ings og margra þingmanna var horfið frá því og leitað annarra leiða.
Úr varð að utanríkisráðherra sendi einfaldlega bréf til framkvæmda -
stjórnar Evrópusambandsins þar sem reynt var að afturkalla aðildar-
umsókn Ísland. Ekki er enn orðið ljóst hvort Evrópusambandið
hafi viðurkennt þessa málsmeðferð og svo gæti jafnvel verið að um-
sókn Íslands sé enn í gildi. Formenn stjórnarflokkanna, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, sviku þar loforð,
gefin fyrir alþingiskosningarnar 2013, um að halda þjóðaratkvæða -
greiðslu um afdrif aðildarumsóknar. Engin gagnrýni kom frá forseta
lýðveldisins, þeim hinum sama og tjáði sig gjarnan um mál er hann
taldi varða lýðræðið og stjórnarfar í landinu — og rak harða stjórn-
arandstöðu þegar honum þurfa þótti.
Í nær öllum löndum Vestur-Evrópu er stefnan í Evrópumálum
ákvörðuð í þjóðaratkvæðagreiðslu — meira að segja í ríkjum þar
sem rík hefð er fyrir algjöru forræði þjóðþingsins. Í upprunalandi
þingræðisins, Bretlandi, var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla árið 1975
um áframhaldandi veru landsins í Evrópusambandinu (Svanur
Kristjánsson 2015a: 46–47). Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla var þar
árið 2016 þar sem meirihluti kjósenda ákvað úrsögn úr sambandinu.
Ólafur Ragnar greiddi ekki fyrir slíkri lýðræðisþróun. Hann
hvatti aldrei til þess að fullveldisréttur fólksins yrði virkjaður við
ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið, að haldin yrði
þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn og ef aðild væri samþykkt
yrði endanlegur samningur lagður í dóm þjóðarinnar. Í utanríkis-
málum skyldi forræðishyggja gamla Íslands áfram ráða för.32
296 svanur kristjánsson skírnir
32 Upphaf forræðishyggju ráðamanna við mótun íslenskrar utanríkisstefnu má —
að mínu mati — rekja allt aftur til afgreiðslu Alþingis á Keflavíkursamningnum
haustið 1946 sem kvað á um hernaðaraðstöðu Bandaríkjanna á Keflavíkurflug-
velli og þar með fráhvarf frá yfirlýsingu um „ævarandi hlutleysi“ Íslands sem
gefin var við stofnun fullveldis 1918. Forseti Íslands, Sveinn Björnsson, varð ekki
við áskorunum um að beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi felldi einnig
tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu — 24 þingmenn greiddu atkvæði með en 27
þingmenn á móti. Sjá Svanur Kristjánsson 2012b.