Skírnir - 01.09.2016, Page 70
sagnfræði og skáldskapar voru til dæmis mjög áberandi á Spáni í
upphafi þessarar aldar, en þá kom út mikill fjöldi verka um spænsku
borgarastyrjöldina og Franco-tímann. Eitt af einkennum þeirra var
notkun gamalla ljósmynda á kápu þannig að í spænskum bóka -
búðum var skáldsagnaborðið gjarnan þakið ljósmyndum svo minnti
á sagnfræðirit frekar en skáldskap. Að einhverju leyti mætti skrifa
þennan áhuga á markabókmenntum af þessu tagi á ákveðnar efa-
semdir um möguleika skáldsögunnar. Spænski rithöfundurinn Javier
Cercas segir til dæmis í aðfaraorðum að verki sínu um valdaráns til-
raunina á Spáni 1981, Antomía de un instante (2009), að upphaflega
hafi hann ætlað að skrifa skáldsögu um efnið, en þegar hann hafi lesið
í blaði að fjölmargir Bretar teldu Winston Churchill vera skáldsagna -
persónu, hafi hann breytt um stefnu, hætt við skáldsöguna og skrifað
heimildaverk í staðinn, það væri þörf fyrir eitthvað annað en skáld-
skap (Cercas 2010: 13). Og eins og frægt er hóf Karl Ove Knausga-
ard sinn mikla sjálfsævisögulega bálk, Min kamp 1–6 (2009–2013),
þegar hann gafst upp á að skrifa skáldsögu um föður sinn. Breski höf-
undurinn Linda Grant segir í bók sem hún skrifaði um móður sína
sem þjáðist af elliglöpum, Remind Me Who I Am Again (1998), að
hún hafi mánuðum saman reynt að skrifa skáldsögu um fjölskyldu
sína, en ekkert gengið: „Mér fannst að skáldsagnapersónurnar sem ég
var að skapa væru á einhvern undarlegan hátt að ræna ævisögunum
af ættingjum mínum“ (Grant 1998: 298). Þessar efasemdir um skáld-
sagnaformið og tilraunir með mörk þess og mæri má því sjá víða
þessa dagana þótt hér verði ekkert fullyrt um ástæður þess.
Í nokkrum verkum sem hér er fjallað um má greina einhvers
konar endurritun eða endurlit til sama efnis og höfundar hafa
skrifað skáldsögur um áður. Ýmis dæmi eru um það í bókmennta-
sögunni að höfundar hafi skrifað skáldsögu byggða á einhverju úr
lífi sínu, en komi svo aftur að sama efni seinna og þá í sjálfsævi-
sögulegum skrifum. Þetta á t.d. við skrif um móðurina hjá þeim
báðum, Virginiu Woolf (To the Lighthouse 1927 og A Sketch of the
Past skrifað 1939 en gefið út löngu síðar) og Annie Ernaux (Les
armoires vides 1974 og La place 1984).6 Þetta mætti mögulega heim-
306 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir
6 Um þetta hefur Michael Sheringham (1998) fjallað í grein.