Skírnir - 01.09.2016, Síða 73
309vitnisburður um veruleikann
lifað“ (262). Skýrir þetta mögulega óstöðvandi flæði sjálfsævisögu-
legra skrifa? Kannski viljum við nútildags breytast í eitthvert afrit
af sjálfum okkur, bók, mynd, sýndarveru — einungis þannig erum
við og okkar upplifanir til. Viðtekin frásagnarmynstur sjálfsævi-
sagna eru mótuð af bókmenntalegum hefðum, trúarfrásögnum,
skáldsögum, esseyjunni og margvíslegum öðrum frásagnarformum.
Frásögn sjálfsævisagna er því ekki endilega ‚náttúruleg‘, þótt það
að segja sögu okkar sé óaðskiljanlegur hluti af mótun sjálfs og sjálfs-
myndar, heldur bókmenntaleg. Höfundarnir sem hér um ræðir eru
í sínum verkum því ekki síður að skapa sjálfa sig úr menningar-
legum áhrifum, bókmenntum og textum en efnislegum ferlum.
Í sjálfsævisögulegum verkum sem fjalla fyrst og fremst um fjar-
læga fortíð, ólíkt því sem mætti nefna ‚samtímalegar‘ sjálfsævisögur
sem einblína fremur á núið svo minnir á dagbókarskrif og vikið
verður að síðar, er svo minnið til grundvallar eða eins og Sigurður
Pálsson segir í Bernskubók:
Leit minnisins að sannleika um fortíðina. Minnið er skáld að því leyti að það
býr til skáldskap jafnharðan úr staðreyndum, býr til persónu í skáldverki
úr okkur sjálfum. Þessi bók sem þú ert að lesa núna er um bernskuna eins
og nafnið bendir til. Atburðirnir eru ekki bara sannir af því að þeir gerðust
heldur vegna þess að skáldskapurinn býr til reglur og sjónarhorn, setur at-
burði í samhengi skáldskaparsýnar. (Sigurður Pálsson 2011: 270)
Hvort sem þetta eru hefðbundin varnaðarorð til lesenda, eins og
svo algeng eru í sjálfsævisögum, eða tilraun til að koma sinni sögu
undan þröngum skilgreiningum og farvegum bókmenntategunda, þá
enduróma hér orð Rolands Barthes sem segir í sínum mjög svo til-
raunakennda sjálfsævisögulega texta Roland Barthes par Roland
Barthes (1975: án bls.tals): „… allt þetta ber að lesa eins og um per-
sónu í skáldsögu væri að ræða.“8 Sannleikur minnisins er hverfull og
þá ekki síður persónubundinn eins og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
vekur athygli á þegar hún segir í endurminningum sínum Stúlka
með höfuð (2015), að best væri ef þau öll systkinin sjö skrifuðu
skírnir
8 Um aðfaraorð og formála í sjálfsævisögum fjalla ég um í kaflanum „Forewords and
Forgettings: Introductions and Preambles in Autobiography,“ í nýrri bók minni
(væntanleg október 2016).