Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 77
313vitnisburður um veruleikann
typpinu á honum.10 Hann missir smám saman sjálfstraustið og vit-
undina sem pönkið og anarkisminn gaf honum, eftir typpa aðgerð -
ina verður hann ekkert: „Ég var ekki einu sinni Jónsi pönk lengur“
(Jón Gnarr og Hrefna Lind Heimisdóttir 2015: 261). En slíkar
vangaveltur eru ekki endilega bundnar við áföll, leitin að sjálfinu,
sjálfsmyndinni og stað þess í tilverunni er nefnilega eitt af megin-
þemum sjálfsævisögulegra skrifa samtímans.
Þroski, staður og skrif eða hvar býr mitt sjálf?
Ein af fyrirmyndum sjálfsævisögunnar eða hliðstæða hennar í
skáldsögunni er þroskasagan, bildungsrómaninn, sem segir frá aðal-
söguhetju sem heldur út í heim og lendir í ýmiss konar ógöngum,
uppsker þó úr þeim lærdóm og þroska og lærir þannig að sigra
heiminn. Sjálfsævisögur samtímans eru þó sjaldnast sigurgöngur og
yfirleitt litaðar efasemdum um slíka hentuga frásagnarboga. Þó má
sjá áhrif þessa víða, ekki síst þar sem sjálfsmyndarleitin er í for-
grunni. Í þríleik Jóns Gnarr er leitin að samastað í tilverunni áber-
andi. Sögumaður staðsetur sjálfan sig utan við samfélag og félags -
skap, jafnt í fjölskyldunni, meðal jafnaldra og í skóla og áhrifin sem
þetta hefur á sjálfsmynd og tilfinningalíf sögumanns er í forgrunni.
Þetta er sköpunarsaga úrkastsins, utangarðsmannsins, og staða hans
er skýr frá byrjun: Hann er óvelkominn, öðruvísi en aðrir og jaðar-
settur. Þannig lýsir Jón upphafi sínu og æsku og hann samsamar sig
fljótt við aðra jaðarhópa, þá sem hugsa öðruvísi og lifa á annan máta.
Hann lýsir því yfir að hann sé indjáni en ekki kabboji, kabbojar eru
nefnilega ferkantaðir, en indjánarnir frjálsir (Jón Gnarr 2006: 40–
41).Hér er jaðarsetningin ekki uppspretta gefandi krafta og skapandi
hugsunar eins og rómantískar hugmyndir um slíkar manneskjur
segja til um, heldur veldur þetta fyrst og fremst vanlíðan og ein-
semd: „Mér finnst ekki gott að vera svona. Ég er einhvern veginn
krumpaður inni í mér og ég ræð ekki við það. Ég veit ekki hvað ég
á að gera. Mér finnst ég vera týndur lengst inni í mér og ég rata ekki
skírnir
10 Um nákvæmni lýsinga Jóns á aðgerðinni sem var gerð er nokkuð deilt. Sjá
skýringar á aðgerðum sem um ræðir, Sigurður Sverrir Stephensen 2015.