Skírnir - 01.09.2016, Síða 78
út“ (84). Og í öðru bindi þríleiks Jóns, Sjóræningjanum (2012), lýsir
hann því hvernig samsömun hans með jaðarhópum fer loksins að
fæða af sér sjálfsmynd. Pönktónlistin var fyrir sögumann frelsandi
afl, þar fann hann sitt svæði og sinn tilgang. Leitin að stað innan
menningar og samfélags felst því í samsömun við aðra þar sem
þroski getur orðið, þar sem sjálfið verður til.
Meistari þroskasögunnar í íslenskum bókmenntum samtímans er
án efa að öðrum ólöstuðum Pétur Gunnarsson. Og í Veraldarsögu
minni rekur hann sína ferð út í heim ekki síst í gegnum lestur á
skáldum og fræðimönnum. Hann dregur eigin þroska saman í eitt
með því að vísa til endurfæðinga Þórbergs Þórðarsonar: „Þessar
umpólanir sem marka skil og breyta manni. Í mínu tilviki voru það:
Bíó. Hestar. Kynhvöt. HKL. Bítlarnir. Ástin og nú síðast Marx“
(Pétur Gunnarsson 2014: 54). Snaggaralegri verða þroskasögur nú
ekki, en umpólanirnar eru þó kunnuglegar öllum lesendum Péturs.
Í raun má segja að hann hafi í gegnum árin verið að skrifa sig í átt
að sjálfsævisögunni, ekki síst í vasabókunum sínum (Vasabók 1989
og Dýrðin á ásýnd hlutanna 1991), og í Veraldarsögunni fléttar
hann saman bréf, ljósmyndir og ljóð í frásögn af tilurð ljóðskálds.
Hann hittir sjálfan sig fyrir í bókum (og bókabúðum) og býr sig til
úr textum, hugmyndum og skynhrifum.
Í 1983, fyrrnefndu verki Eiríks Guðmundssonar, segir af 12 ára
dreng sem býr í litlu þorpi milli hárra fjalla og reynir að kortleggja
heiminn og lífið: „Ég er 12 ára gamall og lífið er strax orðið mér
ofviða“ (Eiríkur Guðmundsson 2013: 32). Hann er nafnlaus, sögu-
maður okkar, þótt „það væri einfaldlega þannig að hvorki hér né
annars staðar kæmust menn langt án nafns, þeir gætu ekki einu sinni
dáið“ (68). Í upphafsorðum verksins segir sögumaður að hann hafi
„snúið aftur til að sækja það sem hann gleymdi fyrir mörgum árum“
(8). Hann keyrir um á litlum bílaleigubíl, tiltekur nákvæmlega teg-
und, árgerð og kílómetrafjölda, „þá hef ég fært ykkur inn í veru-
leikann, síðan mun ég taka hann frá ykkur“ (8). Verkið er þannig á
mörkum draums og veruleika, fortíðar og samtíðar, skáldskapar og
minninga. Við erum hér í heimi Tvists, vinar drengsins úr þorpinu,
þar sem enginn greinarmunur er gerður „á staðreyndum og furð um“
(133). Verkið er sumpart dæmigert fyrir þau ‚markaverk‘ sem
314 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir