Skírnir - 01.09.2016, Side 79
315vitnisburður um veruleikann
komið hafa út hérlendis á undanförnum árum. Stöðugt er vísað í
ytri veruleika og líf utan bókar en aldrei gengið alla leið, heldur
sveiflast textinn á línu skáldskapar og æviskrifa. Staðurinn milli háu
fjallanna sem lýst er í bókinni er lykillinn að sögumanninum: „En
ég segi fyrir mína parta og fer ekki leynt með það, mér er sama hvort
þetta er hjari veraldar eða hér um bil ekki neitt eða allra síðasti bás-
inn á heimilissýningunni í Laugardalshöll árið 1983, í mínum huga
er þetta og verður efsti reiturinn á slönguspilinu“ (24). Hér er upp-
hafið, sem næstum því hefur gleymst, en sögumaður vitjar til þess
að reyna að fanga, ná utan um. Í hjarta verksins er staðurinn og til-
finning fyrir því að sjálfið tilheyri ákveðnum stað og áhersla lögð á
að staðurinn þurfi ekki að vera miðlægur, þvert á móti, á jaðrinum
leynist einhver annars konar sannleikur en í meginstraumnum.
Staðurinn í fortíðinni er heimilið þar sem sjálfið býr — upphafið
sem allt annað miðast við, en sum verkin sem ég skoða hér segja
einmitt frá leit að slíkum stað — hann leynist þó ekki endilega í
fortíðinni heldur er jafnvel von um að hann finnist í einhverri óskil-
greindri framtíð.
Oddný Eir Ævarsdóttir er á þessum slóðum í bókinni Jarðnæði
(2011). Eins og í ýmsum öðrum verkum höfundar eru sjálfsævi-
sögulegir þættir áberandi og að þessu sinni í formi eins konar dag-
bókar, en rauði þráðurinn í gegnum verkið er leit sögumanns að
plássi fyrir sig; herbergi, húsi, helli, jörð, sambúðarformi, sem rúmar
bæði tilfinningalega nánd og næði til sköpunar með vísunum meðal
annars í Sérherbergi Virginiu Woolf. Leitin að næði í hversdagslíf-
inu er gjarnan bundin ákveðnum flótta frá hefðbundnu fjölskyldu-
lífi, en hér er það fremur leit að formi sem geti rúmað þetta allt sem
er í forgrunni. Það má sjá merki fleiri forma en dagbókarinnar í
verkinu og þá ekki síst vegasögunnar, því dagbókin er skrifuð víða
um land og lönd. Þó er ekki á ferð söguhetja sem tekur sig upp og
yfirgefur hversdaginn í leit að sjálfri sér og ævintýrum, heldur er
dæminu snúið við; sögumaðurinn hefur sagt skilið við flakkið og
leitar nú að samastað — næði, jarðnæði. Þessi leit er svo fléttuð
saman við almennar hugmyndir um samband manns og umhverfis,
nýtingu og náttúruverndar. Glímt er við mörk af ýmsu tagi í verk-
inu: mörk lífs og listar, veruleika og bókmennta, sjálfs og annars,
skírnir