Skírnir - 01.09.2016, Page 81
317vitnisburður um veruleikann
oftast sú að þar hittir skáldið sig fyrir, þar er menningarlegt uppeldi
að fá. Utanferð Eyju í Ósjálfrátt í sænska afskekkta sveit er írónísk
gerð af slíkri útlandasýn sem afi höfundarins, Halldór Laxness, átti
stóran þátt í að skapa á sínum tíma.
Hallgrímur Helgason er á svipuðum slóðum þegar hann lýsir því
hvernig hann hefur með sér ferðabuddu sérsaumaða af austfirskri
ömmu í sína utanlandsreisu. Aðalpersónan er Ungi Maðurinn og við
fylgjum sjónarhorni hans á einhverjum skelfilegum tíma mótum. Hér
er ekki gleðin og kætin og frelsið sem útlönd færðu aðalpersónu
minningabóka Sigurðar Pálssonar, heldur fyrst og fremst klaufa-
gangur og óheppilegur ungæðisháttur sem meira myrkur hvílir yfir
þótt bráðfyndinn sé á stundum. Sveitamennskan og íslenska taum-
haldið hefur líka elt hann úr landi í formi þess sérstæða fyrirbæris sem
Íslendingar í útlöndum eru og engin leið er að losna undan. Ungi
Maðurinn er haldinn einhvers konar tilvistarlegri ógleði svo minnir
á magaverk Jóns Óskars í hans fyrstu langþráðu Parísarferð sem
hann lýsir í minningabókum sínum og kannski ekki síður tilvistar-
lega ógleði Roquentins í La nausée (1938) Sartres.11 Ólíkt lýsingum
ýmissa fyrirrennara hans reynast útlönd ekki endilega fyrirheitna
landið, München er ekki lausnin, hún bjargar ekki okkar manni frá
þessari hallærislegu sveitamennsku, hún er háborgaraleg vesturþýsk
borg með nasíska fortíð. Ungi Maðurinn er ekki á fleygiferð í átt að
lífsfyllingu og stórkostlegri listsköpun, þessi tími var ekki stökk-
pallur í átt að rithöfundarferlinum eins og svo oft er raunin, ef
eitthvað er hefur þessi vetur tafið hann á þeirri leið.
Takmarkið getur líka verið að vera án staðar, flótti frá þeirri
hugsun að einn staður sé réttur, sem tilheyri manni og maður tilheyri
honum. Í sögunni Götumálaranum (2011) segir Þórarinn Leifsson
frá ævintýrum sínum á Spáni og í Marokkó þar sem hann flakkaði
um bráðungur og hafði í sig og á með betli og með því að mála
myndir á gangstéttar og torg. Sagan er í nokkurs konar dagbókar-
formi og Þórarinn skrifar sig því hér inn í ýmsar hefðir, ferðabók-
ina, vegabókina, og ‚líf-mitt-á-jaðri-samfélagsins-bókina‘, í anda
Down and Out in Paris and London (1933) eftir George Orwell.
skírnir
11 Sjá Jón Óskar 1977.