Skírnir - 01.09.2016, Qupperneq 83
319vitnisburður um veruleikann
Sjálfið á samfélagsmiðlum eða hvert nú?
Æviskrif umliðinna ára eru að sumu leyti hefðbundin skrif höfunda
sem á ákveðnum aldri líta til baka og hverfa frá sínum venjulegu
skáldskaparformum til að skrá minningar, varðveita fortíð, skapa
sína upprunasögu. Aðrir, og þá að meginhluta af yngri kynslóð, nýta
sér ‚markaform‘ meira og minna í öllum sínum skrifum, teygja og
toga formið — með veruleika utan bókar eins og stöðugt viðmið,
stuð púða og takmark. Sjálfsævisagan breiðir úr sér, flæðir yfir bakka
sína og yfir í önnur bókmenntaform og önnur miðlunarform um leið.
Að gerast skrásetjari eigin lífs er að einhverju leyti fyrirfram
tapað spil. Þó virðist það vera bráðnauðsynlegt fyrir okkur að ná taki
á veruleikanum á einhvern máta, festa hann niður, koma honum á
blað, endurskapa og varðveita. Sú sjálfstjáning og veruleikaskrá-
setning á sér sífellt meira stað í stafrænum heimi, meðal annars á
samfélagsmiðlum, og fjölmargir höfundar nýta sér þær leiðir óspart.
Má þar meðal annarra nefna Þórdísi Gísladóttur, Dag Hjartarson,
Eirík Örn Norðdahl og Auði Jónsdóttur. Þá eru þeir sem eru orðnir
þekktir höfundar eigin lífs og sögu eingöngu í gegnum þessa miðla,
eins og til dæmis Berglind Pétursdóttir. Á stafrænum tímum gerist
það tvennt að veruleikinn verður varðveitanlegri en nokkru sinni
fyrr um leið og hann fjarlægist stöðugt efnislegan veruleika og leys-
ist upp í endalausar 0101-runur. Við lifum því á tímum sem upp-
hefur reynsluna, vitnisburðinn, vísanir í heim utan bókar, en fyrir
slíkt eru sjálfsævisöguleg skrif tilvalinn farvegur.
Heimildir
Auður Jónsdóttir. 2012. Ósjálfrátt. Reykjavík: Mál og menning.
Auster, Paul. 1988. The Invention of Solitude. London: Faber and Faber.
Barthes, Roland. 1975. Roland Barthes par Roland Barthes. París: Éditions du Seuil.
Boyle, Claire. 2007. Consuming Autobiographies: Reading and Writing the Self in
Post-War France. Leeds: Legenda.
Cercas, Javier. 2010. Anatomía de un instante. Barcelona: Debolsillo.
Eiríkur Guðmundsson. 2013. 1983. Reykjavík: Bjartur.
Forsyth, A. og C. Megson, ritstj. 2009. Get Real: Documentary Theatre, Past and Pre-
sent. Basingstoke: Palgrave Macmillan.
skírnir