Skírnir - 01.09.2016, Page 98
sem við höfum um þann sem um ræðir. Samkvæmt smættarhyggju
um vitnisburð er skoðun aðeins réttlætt á grundvelli vitnisburðar
ef maður hefur einhverja ástæðu til að halda að sá sem veitir vitnis-
burðinn sé að segja satt. Tökum dæmi: Ef Súsanna, sem er í 7. bekk,
hefur réttlætingu fyrir því að trúa því sem landafræðikennarinn
hennar segir henni þyrfti hún, samkvæmt smættarhyggju, að hafa
einhvers konar ástæðu til að halda að landafræðikennarinn hennar
sé að segja satt. Í þessum skilningi segir smættarhyggjan að smætta
megi þá réttlætingu sem fæst úr vitnisburði annarra niður í annars
konar réttlætingu, þ.e.a.s. réttlætingu fyrir því að sá sem veitir vitn-
isburðinn sé að segja satt. Þótt margir hafi fært rök fyrir slíkri
smættarhyggju í gegnum tíðina má segja að skoski heimspekingur-
inn David Hume sé þekktasti forsvarsmaður hennar til þessa.18
Landi hans, Thomas Reid, er sennilega frægastur þeirra sem eru
á öndverðum meiði.19 Reid benti á að það er ólíklegt að 7. bekk-
ingar eins og Súsanna — og við hin sömuleiðis — séum í nægilega
góðri aðstöðu til að mynda okkur réttlættar skoðanir um hvort
aðrar manneskjur séu traustsins verðar. Með mikilli fyrirhöfn
getum við kannski metið hvort einstakar manneskjur sem við
þekkjum vel séu áreiðanlegar, en í ljósi þess að við eigum í sífelldum
samskiptum við fólk sem við höfum sjaldan eða aldrei hitt áður er
ekki möguleiki á að rannsaka hverja einustu manneskju sem við
treystum á og öðlast þannig réttlætta skoðun um hvort viðkomandi
sé traustsins verð. Reid taldi því að smættarhyggja Humes leiddi til
þess að við gætum næstum aldrei myndað okkur réttlættar skoðanir
á grundvelli vitnisburðar, sem Reid taldi fráleita niðurstöðu.
Þessi rök Reids styðja það sem við skulum kalla sjálfstæðishyggju
(e. anti-reductionism) um vitnisburð. Samkvæmt sjálfstæðishyggju
334 finnur dellsén skírnir
18 Skoðanir Humes um efnið er aðallega að finna í ritgerðinni „Af kraftaverkum“
í Rannsókn á skilningsgáfunni (Hume 1988: 191–223). Elizabeth Fricker (1994,
1995), Peter Lipton (1998) og Alvin Goldman (1999) eru meðal þeirra samtíma-
heimspekinga sem þekktastir eru fyrir að aðhyllast smættarhyggju um vitnis-
burð.
19 Sjá Reid 1970 [1764]: 240–241. Hin síðari ár hafa ýmsar útgáfur sjálfstæðishyggju
meðal annars verið settar fram og rökstuddar af C.A.J. Code (1992), Tyler Burge
(1993) og Sanford Goldberg (2007).