Skírnir - 01.09.2016, Page 111
347afturhvarf til fasisma?
marga þessa flokka saman hugmyndafræðilega eins og tíðkaðist á ár-
unum milli heimsstyrjalda. Þess í stað er andúð á íslam og múslimum
ráðandi í stefnuskrá þeirra. Nú telja róttækir þjóðernisflokkar sig
vera í „forystusveit vestræns lýðræðissamfélags“ í baráttunni gegn
þeirri „alræðisógn“ sem stafi af „strangtrúar íslam“. Þessa afstöðu
mátti þegar greina árið 2010 þegar nokkrir popúlistaflokkar í Aust-
urríki, Belgíu, Þýskalandi og Svíþjóð undirrituðu hina svonefndu
„Jerúsalem-yfirlýsingu“, þar sem kom fram stuðn ingur við stjórn-
völd í Ísrael og rétt þeirra til að verjast hryðjuverkaöflum.5
Ekki er þó unnt að líta framhjá hugmyndafræðilegum áhrifum
og pólitísku daðri við sögulegan fasisma í Evrópu. Gullin dögun í
Grikklandi er hreinræktaður ný-nasistaflokkur (Angouri og Wodak
2014: 540–565). Stofnandi PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi,
sem kennir sig við „þjóðrækna Evrópubúa á móti íslamvæðingu
heimsins“, neyddist til að segja af sér eftir birtingu sjálfs mynda þar
sem hann hafði brugðið sér í líki Hitlers.6 Deilur um and-semítisma
hafa leitt til klofnings í flokki þjóðernissinna í Þýskalandi, Kosti fyrir
Þýskaland (AfD). Greina má gyðingahatur í málflutningi Jobbik og
sumir flokksmanna hafa kennt sig við fasisma þótt leiðtogar flokks-
ins hafi afneitað öllum tengslum við nasistahreyfinguna Örvarkross -
inn sem starfrækt var í Ungverjalandi á fjórða og fimmta áratugnum.7
Sumir róttækir þjóðernisflokkar hafa einnig tvíræða afstöðu til
lýðræðisins, eins og áður sagði, vegna þess að stefna þeirra byggist
á mismunun og útilokun ákveðinna samfélagshópa. Það vekur þá
spurningu hvort popúlistar mundu beita andlýðræðislegum aðferð -
um ef þeir kæmust í ráðandi valdastöðu. Þeir hafa þó gert sér far
um að tengjast ekki sögulegum fasisma opinberlega vegna þeirrar
pólitísku stimplunar sem því fylgir. Þeir óttast að fasískar fyrir-
skírnir
5 Þeir flokkar sem undirrituðu yfirlýsinguna voru austurríski Frelsisflokkurinn,
Hagsmunabandalag Flæmingja (Vlaams Belang), þýski borgarréttindaflokkurinn
fyrir auknu frelsi og lýðræði (Die Freiheit — Bürgerrechtspartei für mehr Freiheit
und Demokratie) og Svíþjóðardemókratarnir (Sverigedemokraterna, SD). Hol-
lenski Frelsisflokkurinn (Partij voor de Vrijheid) undir forystu Geerts Wilders
hefur fylgt sömu stefnu og látið í ljósi stuðning við Ísrael. Sjá Wilders 2014 og
„Far-Right Politicians Find Common Cause in Israel“ 2011.
6 Um PEGIDA, sjá Dostal 2015: 523–531.
7 Um Jobbik, sjá Mihai 2014: 791–807.