Skírnir - 01.09.2016, Page 112
myndir dragi úr áhrifum og aðdráttarafli þeirra, enda er enn litið á
samvinnu við nasista/fasista á fjórða og fimmta áratugnum sem
landráðaglæp í mörgum ríkjum Evrópu. Á ákveðnum sviðum hafa
þeir einnig aðgreint sig frá stefnu fasistaflokka. Þrátt fyrir að berjast
fyrir íhaldssömum þjóðernisgildum hafa flokkar eins og austurr íski
Frelsisflokkurinn, norski Framfaraflokkurinn og Sjálfstæðis flokkur
Bretlands (UKIP) (Ford 2014: 277–284) fylgt frjálshyggjustefnu í
efnahagsmálum þar sem áhersla er lögð á frelsi einstaklingsins. Fas-
istaflokkar gerðu hins vegar mikið úr félagslegum korporatisma og
greina mátti and-kapítalísk atriði í stefnuskrám þeirra, ekki síst á
upphafsskeiðinu, þótt þeir hafi gert málamiðlanir við ráðandi fjár-
málaöfl þar sem þeir komust til valda. Þeir popúlistaflokkar, sem
náð hafa bestum árangri í kosningum, eru þeir sem hafa tengt
þjóðernishugmyndafræði við íhaldssöm menningargildi og félags-
legt öryggi. Í andstöðu við fasistaflokka hafa þeir þó gætt þess að
forðast blóðtengingu þjóðarinnar við landið í pólitískum áróðri,
fyrir utan flokka eins og Gullna dögun og Jobbik.
Af þeim sökum er hæpið að setja alla evrópska popúlistaflokka
undir hatt ný-fasisma (sjá Griffiths 2006: 150–152), enda eru þeir
of ólíkir til að unnt sé skilgreina þá sem eina flokkafjölskyldu
(Halikiopoulou og Vasilopoulou 2014: 286). Hinir klassísku fas-
istaflokkar voru einnig sundurleitir, enda hljómar það eins og öfug-
mæli að tengja róttæka þjóðernishyggju við þverþjóðlegar hreyf ing ar
eða bandalög. Það sem greindi fasistaflokkana að var t.d. hvort þeir
voru undir áhrifum þýsks nasisma eða ítalsks fasisma eða hvort þeir
skírskotuðu til kynþáttastefnu og „afturhvarfs til for tíðar“ (Þýska-
land) eða „and-frjálslynda nútímahyggju“ (Ítalía). Það sama átti við
um stuðning þeirra við útþenslustefnu: Sumir kröfðust landvinn-
inga (Þýskaland, Ítalía, Ungverjaland) en aðrir vildu óbreytt landa-
mæri (Rúmenía).8
348 valur ingimundarson skírnir
8 Rótina að þessum kröfum má rekja til fyrri heimsstyrjaldar, en Þjóðerjar og Ung-
verjar voru sviptir miklum landsvæðum. Meðan á stríðinu stóð hafði Ítölum verið
heitið landvinningum, m.a. á Balkanskaga í skiptum fyrir að ganga í lið með Vest-
urveldunum. Ekki var staðið við þau loforð eftir lok stríðsins og tóku Ítalir því
mjög illa. Rúmenar fengu hins vegar landsvæði, þar á meðal Bukovinu og Tran-
sylvaníu (í trássi við vilja Ungverja). Það er ein ástæða þess að þeir höfðu engan
áhuga á landvinningum.