Skírnir - 01.09.2016, Page 115
351afturhvarf til fasisma?
Hófsamir hægri flokkar í Evrópu hafa brugðist með ólíkum
hætti við uppgangi róttækra popúlistaflokka undanfarin ár. Sumir
hafa myndað með þeim ríkisstjórn, tekið upp ákveðin stefnumál
þeirra eða reitt sig á stuðning þeirra í minnihlutastjórn. Aðrir hafa
gert sér far um að fjarlægjast slíka flokka, einangra þá eða útiloka frá
öllu samstarfi. Þegar austurríski Þjóðarflokkurinn (ÖVP), sem er
íhaldsflokkur, ákvað að mynda samsteypustjórn með Frelsis-
flokknum árið 2000 olli það miklu fjaðrafoki og leiddi til umdeildra
refsiaðgerða Evrópusambandsins. Þessi pólitíska tilraun hafði þó
minni áhrif á austurrískt lýðræði en margir óttuðust, enda höfðu
stóru flokkarnir tveir, Þjóðarflokkurinn og Jafnaðarmannaflokk-
urinn (SPÖ), legið undir ámæli fyrir að stjórna landinu í krafti
„helmingaskiptakerfis“ í áratugi. Stjórnarseta Frelsisflokksins veikti
hann og leiddi til þess að hann missti fylgi í næstu kosningum. En
Frelsisflokkurinn hefur nú náð vopnum sínum á ný og gæti hæglega
orðið stærsti flokkur landsins í næstu þingkosningum sem haldnar
verða eigi síðar en árið 2018, enda á samsteypustjórn Þjóðarflokks-
ins og Jafnaðarmannaflokksins undir högg að sækja.
Reynslan af stjórnarsamvinnu við íhaldsmenn hefur stundum
reynst róttækum hægri þjóðernisflokkum erfið: Ef þeir taka sæti í
ríkisstjórn eiga þeir á hættu að glata stöðu sinni sem utangarðsafl og
neyðast til gera hugmyndafræðilegar málamiðlanir sem geta leitt til
fylgistaps. Skandinavísku flokkarnir eru gott dæmi þess (Jungar og
Jupskås 2014: 215–238). Norski Framfaraflokkurinn, sem er mun
hófsamari en aðrir popúlistaflokkar í Evrópu, hefur orðið að sætta
sig við fylgistap eftir að hann myndaði stjórn með Íhaldsflokknum
árið 2014. Það var í kjölfar mikils kosningasigurs þegar hann fékk
23% atkvæði í kosningum og varð næststærsti flokkur landsins á
eftir Verkamannaflokknum. Það sama á við um Finnaflokkinn í
Finnlandi (Westinen 2014: 123–148), sem fékk tæp 18% atkvæða í
þingkosningunum árið 2015, en hefur misst mikið fylgi í skoðana-
könnunum eftir að hann myndaði samsteypustjórn með íhalds- og
miðjuflokkum. Danski þjóðarflokkurinn, sem er næststærsti flokk -
ur landsins á eftir sósíaldemókrötum með 21% fylgi, hefur hins
vegar forðast þessi örlög með því að veita minnihlutastjórn mið-
hægri flokksins Venstre stuðning án þess að taka sæti í henni.
skírnir