Skírnir - 01.09.2016, Page 117
353afturhvarf til fasisma?
urinn sem starfar nú með slíkum hægri þjóðernisflokki á landsvísu
í Evrópu er SYRIZA í Grikklandi. Smáflokkurinn Sjálfstæðir
Grikkir sem nýtur aðeins fylgis um 3,5% kjósenda, gerir SYRIZA
kleift að stjórna án aðkomu flokka íhaldsmanna („Nýtt lýðræði“)
og jafnaðarmanna (Pasok). Hins vegar mynduðu austurrískir jafn -
aðar menn samsteypustjórn með Frelsisflokknum í Kärnten-héraði
árið 2015. Það hefði þótt óhugsandi fyrir fáeinum árum, en sýnir
pólitískan styrk Frelsisflokksins í landinu og þau hugmyndafræði -
legu áhrif sem hann hefur haft á austurrísk stjórnmál.
Af þessu má draga þá ályktun að róttækum þjóðernisflokkum
hafi að hluta til tekist að koma þeim skilaboðum áleiðis að þeir
höfði bæði til hægri og vinstri manna. Líklegustu samstarfsaðilar
þeirra eru engu að síður íhaldsflokkar, enda skarast oft stefnumál
þeirra þegar kemur að varðveislu þjóðmenningar og hefðbundinna
„fjölskyldugilda“. Hins vegar geta róttækir hægri flokkar ekki alltaf
reitt sig á samstarf við hófsama íhaldsflokka. Í Svíþjóð hefur hægri-
flokkurinn, eins og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafnað samstarfi við
hægri þjóðernisflokkinn Svíþjóðardemókratana. Þótt Svíþjóðar-
demókratarnir séu ekki ný-nasistaflokkur og hafi reynt að milda
ímynd sína út á við hafa einstakir flokksmenn haft tengsl við sam-
tök kynþáttahatara. Flokkurinn fékk um 13% fylgi í þingkosning-
unum 2014, en staða hans hefur styrkst verulega í skoðanakönn -
unum í kjölfar aukins flóttamannastraums til Svíþjóðar.
Þjóðfylkingunni í Frakklandi undir forystu Marine Le Pen mis -
tókst einnig að komast til valda í nokkrum héruðum eftir sveita-
stjórnarkosningarnar árið 2015 þótt hún hafi hlotið nær 30% fylgi.
Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að stuðningsmenn sósíal -
ista ákváðu, eins og þeir hafa áður gert, að kjósa frambjóðendur
mið-hægri flokksins, Repúblikana, í síðari umferðinni vegna þess
að þeir höfðu hafnað samstarfi við flokk Le Pen. Það hefur þó ekki
komið í veg fyrir aukin áhrif Þjóðfylkingarinnar (Shields 2015: 41–
66), en hún hefur áður náð að velgja hægri flokkum og Sósíalista-
flokknum undir uggum. Í forsetakosningunum árið 2002 komst
stofnandi Þjóðfylkingarinnar, Jean-Marie Le Pen, í aðra umferð á
kostnað frambjóðanda sósíalista eftir að hafa fengið 17% atkvæða.
Það sama gæti gerst í forsetakosningunum árið 2017. Dóttir hans,
skírnir