Skírnir - 01.09.2016, Page 120
Aðrir íhaldsflokkar, einkum í Austur-Evrópu, hafa færst svo
langt til hægri að þeir hafa í raun eytt áhrifum róttækra popúlista-
flokka sem hugmyndafræðilegum samkeppnisaðilum. Hinn þjóð -
ernis legi íhaldsflokkur Fidesz í Ungverjalandi er skýrasta dæmi
þess. Fidesz fékk að láni hugmyndir frá Jobbik, eins og að minnast
sérstaklega dagsins sem Trianon-samningurinn var undirritaður
árið 1920, en hann svipti Ungverjaland miklum landsvæðum, og að
veita einræðisherranum Horthy, sem stjórnaði landinu á tímabilinu
1920–1943, uppreisn æru. Fidesz fékk hreinan meirihluta í síðustu
þingkosningum og þarf ekki að reiða sig á stuðning Jobbik sem
uppskar um 20% atkvæða. Til að bregðast við þessari stöðu hefur
Jobbik nýlega gert sér far um að milda ímynd sína og horfið frá
harðri andstöðu sinni við aðild Ungverjalands að Evrópusamband-
inu. Markmiðið er augljóslega að breikka kjósendahóp flokksins og
grafa undan forræðisstöðu Fidesz í ungverskum stjórnmálum fyrir
næstu þingkosningar árið 2018. Hægri þjóðernisflokkurinn Lög og
réttlæti í Póllandi hefur einnig fylgt harðri, íhaldssamri þjóðernis-
stefnu eftir að hafa fengið hreinan meirihluta á þingi í kosningunum
árið 2015. Eins og Fidesz hefur flokkurinn verið sakaður um að
nota þingmeirihluta sinn til að veikja fjölmiðlafrelsi og önnur
stjórnarskrárbundin réttindi. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af
samkeppni frá hægri, en stefna hans hefur aukið flokkadrætti í Pól-
landi. Auk stjórnarandstæðinga á þingi glímir hann við öfluga borg-
arahreyfingu utan þings sem nýtur fjöldafylgis og berst gegn
stjórn völdum í menningar-, félags- og dómsmálum.
Sumir flokkar, eins og Gullin dögun, eru einfaldlega taldir of
öfgafullir til að það svari fórnarkostnaði að starfa með þeim. Þýska
„stjórnmálastéttin“ hefur sömuleiðis ekki dregið dul á andúð sína á
PEGIDA-hreyfingunni fyrir að breiða út öfga-þjóðernishyggju og
útlendingahatur.12 Hinn and-íslamski flokkur Kostur fyrir Þýska-
land (AfD) vann sína fyrstu kosningasigra í sveitastjórnarkosn-
ingum á fyrri hluta árs 2016. Flokkurinn, sem gerði sér mat úr
flóttamannavandanum, fékk rúmlega 15% fylgi í Baden-Württen-
berg, 12,6% í Rheinland-Pfalz og yfir 26% í Saxen-Anhalt í austur -
356 valur ingimundarson skírnir
12 Um þýskan þjóðernispopúlisma, sjá Henke 2016: 287–291.