Skírnir - 01.09.2016, Page 121
357afturhvarf til fasisma?
hluta Þýskalands. Í kosningunum í Meclenburg-Vorpommern í
september 2016 fékk flokkurinn meira fylgi en kristilegir demó-
kratar eða 21%. Allt virðist því benda til að þessi popúlíski flokkur
hafi náð fótfestu í þýsku flokkakerfi þótt innbyrðis deilur hafi veikt
hann. Uppgang AfD má að hluta til rekja til mótmælafylgis vegna
stefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í innflytjendamálum, en
hún skar sig frá evrópskum leiðtogum með jákvæðri afstöðu sinni
gagnvart flóttamönnum. Stóru flokkarnir tveir, annars vegar
Flokkur kristilegra demókrata (CDU) og hins vegar Sósíaldemó-
kratar (SPD) hafa hafnað öllu samstarfi við AfD, en margt bendir til
þess að flokkurinn gæti fengið stuðning frá kjósendum kristilegra
demókrata. Þar sem systurflokkur kristilegra demókrata í Bæjara-
landi (CSU) hefur verið mjög gagnrýninn á stefnu Merkel í inn-
flytjendamálum getur innbyrðis ósætti kristilegu flokkanna komið
AfD til góða. Einnig er athyglisvert að AfD tekur fylgi frá Vinstri
flokknum, Die Linke, sem er lengst til vinstri í þýskum stjórn-
málum. Það sýnir árangur popúlistaflokka í að ná fylgi frá vinstri
með því að höfða til lægri stétta í nafni þjóðernishyggju.
Þótt franskir hægri menn hafi reynt að draga úr áhrifum Þjóð -
fylkingarinnar þar í landi með því að taka upp nokkur baráttumál
hennar, eins og gagnrýni á innflytjendastefnu Evrópusambandsins,
hafa þeir ekki ljáð máls á því að vinna með henni (Mondon 2014:
301–320). Fyrir utan Svíþjóðardemókratana hefur skandinavískum
popúlistaflokkum gengið best að laga sig að stjórnmálakerfinu
vegna þess að þeir eru ekki taldir eins öfgafullir og margir aðrir
þjóðernisflokkar. Ákveðin atriði í hugmyndafræði þeirra — einkum
samspil þjóðernishyggju og hefðarhyggju, andstaða við Evrópu-
sambandið, stuðningur við velferðarríkið og kröfur um herta inn-
flytjendalöggjöf — hafa ekki aðeins veitt þeim pólitískt dag skrár-
vald. Í ljósi umræðunnar um flóttamenn og úrsögn Bretlands úr
Evrópusambandinu („Brexit“) eru stefnumál þeirra í brennipunkti
evrópskra stjórnmála.
Andstaða popúlistaflokka við Evrópusambandið og þau gildi
sem það stendur fyrir, svo og Bandaríkin sem tákn fyrir heims-
valdastefnu og hnattvæðingu, hefur einnig beint sjónum að afstöðu
þeirra í utanríkismálum og sérstaklega að vinsamlegri afstöðu þeirra
skírnir