Skírnir - 01.09.2016, Page 122
til Rússlands. Fyrir fjármálakreppuna árið 2008 höfðu leiðtogar
slíkra flokka fátt jákvætt að segja um Vladímír Pútín, en nú á hann
sér marga aðdáendur meðal þeirra. Hér má t.d. nefna Nigel Farage,
fyrrverandi leiðtoga UKIP, Gabor Vona, sem fer fyrir Jobbik, og
Marine Le Pen sem hefur stutt stefnu Rússa í Úkraínu og Sýrlandi.
Auk þess fékk Þjóðfylkingin í Frakklandi stórt lán frá rússneskum
banka til að fjármagna stjórnmálastarfsemi sína. Svipaða sögu er að
segja af PEGIDA og AfD í Þýskalandi, en stuðningsmenn þeirra
hafa ekki farið leynt með stuðning sinn við utanríkisstefnu Rúss-
lands, t.d. í Úkraínudeilunni. Hins vegar er ekki ástæða til að ýkja
þennan þátt í stefnu evrópskra þjóðernisflokka, enda hefur hann
frekar takmarkað vægi. Vitaskuld hefur það þjónað markmiðum
Pútíns að fá stuðning flokka sem eru gagnrýnir á refsiaðgerðir Evr-
ópusambandsins gagnvart Rússlandi eftir innlimun Krímskaga.
Sums staðar hafa forystumenn íhaldsflokka, eins og Viktor Orban
í Ungverjalandi, sem hafa sýnt valdboðstilburði, tekið upp svipaðar
áherslur til að svara gagnrýni Evrópusambandsins á stefnu stjórn-
valda í flóttamannamálum (Polyakova 2016). Og ekki þarf að koma
á óvart að sumir þessara flokka skuli líta til Pútíns sem „hins sterka
manns“; honum er talið til tekna að hafa tekist að verja hefðbundin
þjóðar- og félagsgildi sem eru kjarnaatriði í hugmyndafræði popúl-
ista. Þó verður að setja afstöðu popúlistaflokka til Rússlands í sam-
hengi við pólitíska „mótmælahegðun“: UKIP og Þjóðfylkingin gera
út á andstöðu við stefnumál „ráðandi afla“ og hefðbundinna hægri
og vinstri flokka, eins og í málefnum Evrópusambandsins og sam-
skiptum við Rússland (Scott 2016). Stefna popúlistaflokkanna í
utan ríkismálum er því liður í að aðgreina sig með skýrum hætti frá
stefnuskrám hefðbundnu flokkanna.
Niðurstöður
Þrátt fyrir pólitískt ástand, sem einkennist af efnahagslegri og
félagslegri óvissu, bendir fátt til þess að evrópsku popúlistaflokk-
arnir séu að verða meirihlutaflokkar. Reyndar eiga tveir flokkar
góða möguleika á að fá flest atkvæði í þingkosningum á næstunni —
austurríski Frelsisflokkurinn og hollenski Frelsisflokkurinn undir
358 valur ingimundarson skírnir