Skírnir - 01.09.2016, Page 129
365að verða álfur — að verða norn
þess að vera fullkomlega lifandi með öllu sem því fylgir. Álfar,
draugar og vampýrur tilheyra flokki hinna ódauðu og hafa því ekki
sömu hagsmuna að gæta og „við“, og vegna þess að þær eru samt ná-
skyldar okkur, en þó framandi og öðruvísi, þá eru þær líka hættu-
legar. Við skiljum ekki ásetning þeirra: Hvað þær vilja, hvað þær
hugsa eða hvað drífur þær áfram. Með því að segja Axlar-Björn vera
vampýru er verið að gefa til kynna að við hin skiljum ekki ásetning
hans, vilja, hugsun eða hvað knúði hann til sinna slæmu verka. Sá
vanskilningur þykir líklega vera ágætur því þannig greinum við
hann frá „okkur“ hinum.
Kannski má deila um það hvort vampýrur séu til en sögulega
séð var Axlar-Björn til sem mannvera — en þær ákvarðanir sem
hann tók í lífinu og sú saga sem hann skildi eftir sig gerði það að
verkum að honum má líkja við vampýru. Þá læðist að manni sú
spurning hvort yfirnáttúrulegar verur séu kannski fyrst og fremst
lýsingar á fólki — tilraun til að lýsa arfleifð þeirra og kannski jafn-
framt arfleifð ákveðinna tímaskeiða í sögunni? Margir kannast við
frasann „hinar myrku miðaldir“ en þó vitum við vel að sólin skein
þá líkt og nú. Við vitum einnig að þá voru skrifaðar merkar bók-
menntir víða um lönd og gerðar undraverðar uppgötvanir. Myrkrið
sem vísað er til er hugarfarslegt eða táknrænt. Það lýsir samfélags-
legu ástandi tímabilsins fyrir endurreisn og upplýsingaröld, en ekki
því að miðaldamenn hafi aldrei nokkurn tíma séð handa sinna skil.
Vísunin í „myrkur miðalda“ segir því kannski meira um okkur sjálf
og okkar daga. Við lítum svo á að okkar dagar séu bjartari, upp -
lýstari og betri en miðaldir. Með þessum hætti eigum við það til að
jaðarsetja ákveðin fyrirbæri — og um leið verða þau kannski svo-
lítið dularfull, framandi og annarleg.
Dularfullar sögur af draugum, tröllum og álfum voru skráðar á
Íslandi á 19. öld af Jóni Árnasyni. Þegar þjóðsagnasafn hans kom út
árið 1862 hafði hann ásamt Konrad Maurer, samstarfsmanni sínum,
flokkað þær yfirnáttúrulegu verur sem birtast í sögnunum að hætti
náttúruvísinda 18. og 19. aldar og í anda flokkunarfræðingsins Carls
von Linné. Með því var reynt að koma böndum á þessar dularfullu
verur líkt og gert var við dýr og plöntur náttúrunnar á svipuðum
tíma, jafnvel þótt yfirnáttúrulegar verur sé ekki hægt að rannsaka á
skírnir