Skírnir - 01.09.2016, Page 130
sama hátt og snertanlega náttúru. Þannig gerði flokkunarkerfið, sem
Jón Árnason nýtti, ráð fyrir því að draugur, álfur, tröll og galdra -
maður væru fjögur ólík náttúrukerfi þó að miðaldatextar lýsi
þessum verum gjarnan með einu og sama orðinu — tröll. Þegar
miðaldatextar eru skoðaðir kemur reyndar í ljós að álfur getur verið
draugur, draugur getur verið tröll, tröll getur verið galdramaður og
galdramaður getur verið maður (Ármann Jakobsson 2015: 88).
Álfur gat þá einnig verið maður sem var blótaður eftir andlát sitt,
sem og góður eða illur andi. Til dæmis má nefna að norski kon-
ungurinn Ólafur Guðröðsson gekk aftur eftir dauða sinn sem álfur
og hét þá Óláfr Geirstaðaálfr. Ofsótti hann menn sem nálguðust
kuml hans (Ármann Jakobsson 2006: 5). Það er nokkurn veginn það
sama og álfar eru helst sagðir gera á Íslandi okkar daga: Að passa
íverustaði sína úti í náttúrunni — hýbýli sín í hólum og hæðum, að
enginn raski ró þeirra. Þeir vakta holt og hæðir líkt og draugurinn
vaktar gröf sína.
Annað dæmi um þetta stendur mér nær: Í Hafnarfirði er finna
holt eitt miðsvæðis. Það stendur hátt og útsýni þaðan er afskaplega
tilkomumikið. Engu að síður má ekki byggja á þessu holti sem
gjarnan er kennt við Jófríðarstaði og stendur við Jófríðarstaðarveg.
Þegar flett er upp í heimildum kemur í ljós að fyrr á tímum nefnd-
ist jörðin Ófriðarstaðir, þar sem barist var á holtinu, og voru þar
líklega á ferð enskir kaupmenn og þýskir Hansakaupmenn, en
hvorir tveggja gerðu út frá Hafnarfirði á 15. og 16. öld áður en ein-
okunarverslun Dana var lögbundin árið 1602 (Ásgeir Guðmunds-
son 1983–1984: 9–25). Í ritgerð sem Jón Guðmundsson lærði
skrif aði segir að mannfall hafi orðið í þessum bardaga og hefur því
verið haldið fram að þá hafi orðið til orðtakið „að vera á Ófriðar -
stöðum“ (Hannes Þorsteinsson 1923: 31). Þegar litið er til yngri
heimilda má hins vegar finna sögn um Hendrik bónda á Jófríðar -
stöðum um aldamótin 1900. Hann á að hafa klofið stein á holtinu
til að nota í húsgrunn þrátt fyrir viðvaranir nágranna sinna sem
sögðu álfabyggð vera í klöppinni. Dóttir Hendriks veiktist síðan af
dularfullum sjúkdómi og dó þegar flutt var í nýja húsið. Sagan segir
að Hendrik hafi selt kaþólsku kirkjunni jörðina og hafi kaupandinn,
Marteinn Meulenberg, fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir
366 bryndís björgvinsdóttir skírnir