Skírnir - 01.09.2016, Page 132
umskiptingum, en þá voru mennsk börn tekin af álfum og gömlum
álfakörlum eða álfakerlingum komið fyrir í vöggu þeirra, svo líkum
börnunum að mæðurnar tóku jafnvel ekki eftir því að barnið væri
horfið fyrr en seint og um síðir (Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I
1961 [1862]: 41). Að álfkonur steli börnum minnir á hegðun norna
eins og lesa má í ævintýrinu um Hans og Grétu, svo og nornarinnar
í bandarísku kvikmyndinni The Witch (2015), en í upphafsatriði
hennar stelur norn ungbarni og leggur það sér til munns. Hið sama
má segja um tröll, en þau eru einnig sögð stela börnum og éta þau,
og er Grýla líklega þekktust fyrir mannát ásamt því að vera móðir
jólasveinanna.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er talsvert dvalið við lýsingar á
álfum og samfélagi þeirra. Þeir eru sagðir vera líkir mannfólkinu,
stunda sambærilega atvinnuvegi og mannfólk á 19. öld, hirða
skepnur og róa til fiskveiða (Valdimar Tr. Hafstein 2003: 199). Þeir
mæta til kirkju á sunnudögum. Á einhverjum tíma hafa álfarnir í
þjóðsögunum tekið upp kristni en álfar eru engu að síður taldir eiga
rætur að rekja til heiðni og er minnst á þá í norrænni goðafræði,
meðal annars í Eddukvæðum og Snorra-Eddu (Ármann Jakobsson
2003: 109–110). Það eina sem skilur þá frá mannfólkinu að ytra út-
liti er að þeir eru yfirleitt taldir vera fallegri en mannfólkið og
spengilegri. Húsakynni þeirra eru ljósum prýdd og klæðin íburðar -
meiri og litríkari (Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I 1961 [1862]: 4).
Álfarnir spengilegu og fallegu urðu síðan áberandi í skrifum
breska rithöfundarins og fræðimannsins J. R. R. Tolkien þegar hann
samdi Hobbitann (1937) og Hringadróttinssögu (1954–1955). Hon -
um var þá hugleikinn sá annarleiki álfa að upplifa tímann á annan
hátt en mannfólkið:
Álfum finnst að veröldin hreyfist bæði hratt og ofurhægt. — Hratt því að
sjálfir breytast þeir lítið, meðan allt annað er á fleygiferð og þá sakna þeir
þess sem hverfur, með þungum harmi. — Hægt því þeir finna ekki fyrir
árunum (Tolkien 1993–1995: 398).
Tolkien sótti hugmyndir sínar um álfa í ýmsar áttir og beitti þá
einnig eigin sköpunarkrafti til að gæða þá lífi. Þeir eru nauðalíkir
manninum en bjartari þó og klárari. Þeir eru í nánari snertingu við
368 bryndís björgvinsdóttir skírnir