Skírnir - 01.09.2016, Page 137
373að verða álfur — að verða norn
ari en fyrrnefndir frændur þeirra nú á 21. öld, þar sem þeir eru fyrst
og fremst náttúruvættir. En álfar hafa ekki alltaf verið náttúruvættir.
Og þeir geta svo sannarlega verið hættulegir, líkt og draugar og tröll
— ekki aðeins vegna þess að þeir séu „annarlegir“ heldur einnig ein-
mitt vegna hinna sterku tengsla þeirra við sjálfa náttúruna.
Hættuleg náttúra
Árið 2014 var nýr vegur lagður þvert yfir Gálgahraun sem er hraun-
breiða á milli Álftaness og Garðabæjar. Náttúruverndarsinnar mót-
mæltu lagningu vegarins í gegnum miðja hraunbreiðuna, en hún
hefur þótt einstaklega falleg með sínum sérkennilegu hraunmynd-
unum og hefur meðal annars orðið Jóhannesi Kjarval að innblæstri.
Það var engin tilviljun að á meðal mómælenda voru einnig álfasjá-
endur. Í hraunbreiðunni voru að þeirra sögn að minnsta kosti tveir
álfasteinar, annar þeirra stór og mikil álfakirkja sem kallast Ófeigs-
steinn, en hann mátti alls ekki sprengja upp, valta yfir eða eyðileggja
á nokkurn hátt.
Náttúruverndarsinnar mótmæltu hugmyndum bæjaryfirvalda
um einfaldar lausnir á kostnað náttúrunnar. Þeir bentu á að endur-
hanna mætti veginn eða betrumbæta þann gamla. Þeir vildu halda
hrauninu ósnertu sem útivistarstað rétt við borgarmörkin. Þeir bentu
einnig á að líklega væri aðgerðin ólögleg og kærðu því framkvæmd-
ina („Vöktuðu Gálgahraun í nótt“ 2013). Álfasjáendurnir vildu þá
einnig hjálpa vinum sínum, álfunum. „Þeir kölluðu á mig þangað
álfarn ir og voru mjög áhyggju full ir,“ er haft eftir Ragnhildi Jóns-
dóttur álfasjáanda í Morgunblaðinu 28. október 2013. „Það ómaði
um hraunið að þetta mætti ekki skemma. Ég varð hrein lega fyr ir
mikl um áhrif um frá þessu neyðarkalli frá þeim,“ sagði hún jafnframt
(„Ég stend hér …“ 2013), en samkvæmt þjóðtrúnni láta álfar gjarnan
spjöllum á bústöðum sínum ekki óhegnt, það er að segja, samkvæmt
álfatrúnni verður mannfólkinu refsað fyrir slík spjöll fyrr eða síðar.
Vegagerð ríkisins ákvað að verða við kröfum álfasjáendanna og
færa álfasteinana en hunsa óskir annarra náttúruverndarsinna, enda
stönguðust kröfur þeirra á við hagsmuni vegagerðarinnar, fjárfest-
ingar peningamanna og bæjarfélaga, og annarra þátta sem vega
skírnir