Skírnir - 01.09.2016, Page 138
þyngra en tveir álfasteinar. Frétt varð til: Vegagerðin færir til álfa-
steina. Það kann að hljóma undarlega — og gerði það svo sannar-
lega í erlendum fjölmiðlum – en er kannski ekki svo undarlegt þegar
haft er í huga að hér var Vegagerðin að „koma til móts“ við mót-
mælendur án þess þó að þurfa að víkja frá ætlunum sínum. Margir
urðu samt fegnir því að álfarnir fengju að halda bústöðum sínum
sem komið var fyrir á nýjum stað í hrauninu. Og þar með má
kannski segja að tilfinning hafi orðið til fyrir einskonar samkomu-
lagi milli álfa og manna — náttúru og manna.
Eins og áður hefur verið ýjað að þá skilgreinum við okkur sem
siðmenntaðar manneskjur gagnvart hinum náttúrubúandi álfum. Í
framkvæmdunum í Gálgahrauni birtist hið siðmenntaða samfélag í
búningi lögreglumanna og stórra vinnuvéla, og síðan í umstangi í
Hæstarétti með sínum siðum og hefðum, sem dæmdi handtekna
náttúruverndarsinna til fjársekta vegna „óhlýðni við lögreglu“
(„Tónn sleginn fyrir náttúruvernd“ 2015) — sem á okkar dögum
virðist því miður vera orðið annað orð yfir stjórnarskrárbundin
mótmæli. Hér er þá vísað í þau andstæðuvensl þar sem hugtakinu
„siðmenning“ er teflt fram sem andstæðu hugtaksins „náttúra“.
Siðmenning þykir þá helst haldast í hendur við vísindi, tæknifram-
farir, karlmennsku, opinberar stofnanir, stofnanabundna siði og
venjur og rökhyggju, en náttúran er hins vegar sett í samband við
óvísindalegan átrúnað, forna lifnaðarhætti, kvenleika, hjátrú, kukl og
tilfinningasemi á borð við „náttúruást“. Þessi andstæðuvensl end-
urspeglast í grundvallarhugmyndum Gamla testamentisins þar sem
Guð segir manninum að ríkja yfir náttúrunni (Fyrsta Mósebók
1.28). Stuttu síðar kemur fram að karlmaðurinn skuli einnig drottna
yfir konunni (Fyrsta Mósebók 3.16: „Með þraut skalt þú börn fæða,
og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér“) og
kann það að útskýra af hverju konur hafa stundum verið settar í lið
með náttúrunni — og yfirnáttúrulegum öflum — gagnvart karl-
manninum. Þetta kann ef til vill að hljóma langsótt, en engu að síður
eru þessi fornu andstæðuvensl vinsæl í sögum þar sem þau birtast
okkur aftur og aftur. Þau voru til að mynda tekin til skoðunar
nýlega í kvikmyndunum Antichrist (2009) og The Witch (2015). Í
báðum myndunum er kvenfólk látið ganga til liðs við náttúruna
374 bryndís björgvinsdóttir skírnir