Skírnir - 01.09.2016, Page 140
föðurins. Vegna þeirra neyðist fjölskyldan til að búa ein síns liðs
nálægt skóginum. Innan úr honum læðast yfirnáttúruleg öfl í líki
norna og dýra sem smám saman hafa hina kristnu og mennsku fjöl-
skyldu undir. Öll fjölskyldan, nema unglingsstúlka, lætur lífið að
lokum eftir að faðir hennar og móðir hafa sakað hana um ófarirnar,
þar sem foreldrarnir bitu það í sig að stúlkan hlyti vísvitandi að hafa
valdið ýmsum illvirkjum og hlyti að vera norn. Unglingsstúlkan
gengur að lokum til liðs við nornirnar í skóginum, hlæjandi og svíf-
andi losnar hún þá fyrst undan oki fjölskyldunnar og röngum
sakar giftum. Hún hafði þá aldrei verið norn — fyrr en nú.
Það sem gerir kvikmynd Lars von Trier svo spennandi er að
hægt er að túlka hana á mismunandi vegu, því skyndilega vaknar
spurning um hvoru sjónarhorninu við eigum að treysta — Hans
eða Hennar. Í MA-ritgerð sinni í heimspeki, Öðrun og örðun: Um
hugtakið að-verða-dýr í verki Gilles Deleuze og Félix Guattari
Þúsund flekar: Kapítalismi og skitsófrenía, bendir Marteinn Sindri
Jónsson (2016) á að í Antichrist sé Hún af meiði líkamans og nátt-
úrunnar líkt og dýrið, en Hann af meiði andans og menningar. Hún
er af meiði hömluleysis og tilfinninga en Hann af meiði dyggðar og
rökvísi. Hún finnur ekki lækningu á opinberri viðurkenndri sjúkra-
stofnun en Hann er sálfræðingur og trúir á lækningamátt fræðanna
sem Hann hefur lært og kann að beita. Andstæðuvenslin eru þannig
með fyrirsjáanlegum hætti í fyrri hluta myndarinnar, en síðan verða
straumhvörf þegar þau koma út í náttúruna sjálfa sem Hún kallar
reyndar kirkju Satans og vísar þannig í þá hugmynd að hin villta
náttúra sé djöfulleg andspænis því sem tilheyrir siðmenningunni.
Skyndilega horfum við með Hans augum á jarðveginn lifna við og nátt-
úruna þrútna, rotna, úldna — og dýrin sjálf fara á kreik, birtast Honum og
ávarpa Hann. Þó er búið að undirbyggja tvíhyggjuna um Hann og Hana svo
sterkt að lengi framanaf efast áhorfandinn um að hægt sé að taka ofsjónum
Hans bókstaflega. Þetta hljóta að vera myndhverfingar — á meðan Hún er
geðveik! (Marteinn Sindri Jónsson 2016: 51)
Í túlkun sinni leggur Marteinn áherslu á það hvernig hefðbundin
tvíhyggja kann að móta reynslu okkar af myndinni og takmarka
túlkunarmöguleika okkar. Hann varpar ljósi á þá túlkun að það
376 bryndís björgvinsdóttir skírnir