Skírnir - 01.09.2016, Page 141
377að verða álfur — að verða norn
kunni einmitt að vera Hann sem er að missa vitið — fremur en Hún.
Undir lok myndinnar ræðst Hún á Hann af miklu ofbeldi og Hann
verður að stúta Henni eigi Hann að bjarga eigin lífi og limum. Þegar
Hann hefur haft betur og gengur úr skóginum birtist hersing af
konum að baki honum. Þær taka á sig skýra mynd en hverfa svo
aftur, rétt eins og draugar eða andar liðinna tíma. Kannski eru þetta
fórnarlömb galdrafársins, konur sem fólk óttaðist og tók að myrða
kerfisbundið, fórnarlömb þeirra andstæðuvensla sem Hann og Hún
standa fyrir. En Hann gengur áfram og sér þær ekki.
Í þessu sambandi er áhugavert að nefna að bæði í íslenskum álfa-
og tröllasögum fer talsvert meira fyrir álfum og tröllum af kven-
kyni en karlkyni. Álfar og tröll geta líkt og nornir verið göldrótt, lagt
bölvun á fólk, ofurselt það sjúkdómum eða gert það tryllt — látið
það missa vitið. Þessar verur eru stundum bljúgar og góðar en geta
líka snöggreiðst og misþyrmt mönnum fyrir litlar sem engar sakir.
Hegðun þeirra er að okkur virðist órökrétt. Þessar verur endur-
spegla líka hugmyndir okkar um náttúruna sem bæði gefur og tekur
og getur virst okkur stórhættuleg vegna þess hve ófyrirsjáanleg hún
er, grimm og óvægin.
Með þetta í huga, má kannski segja að þegar Íslendingar skil-
greina sig sem manneskjur gagnvart álfum, séum við í raun að leit-
ast við að sverja okkur í ætt við siðmenntaðar og dyggðugar þjóðir
sem taka röklegar ákvarðanir og sé treystandi til að standa við þær.
Við förum ekki fram með ofbeldi og við látum ekki tilfinninga-
semina stjórna okkur. Við erum hvorki hættuleg né brjáluð. Við
erum þjóð sem hefur brotist út úr torfkofunum, úr gamla sveita-
samfélaginu — og úr hinni villtu, ótömdu og óvægnu náttúru.
En við höfum samt vit á að færa til einn og einn álfastein svo
lengi sem skírskotað er til slíkra verka undir formerkjum sögu
og menningararfs. „Vegagerðin trúir ekki á álfa,“ sagði G. Pétur
Matth íasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar við mig þegar ég
tók viðtal við hann árið 2015 vegna framkvæmdanna í Gálgahrauni.
„En við lítum líka svo á að slíkur atburður [að færa álfasteina] sé
hluti af menningarsögulegum arfi Íslendinga,“ útskýrði hann síðan
þegar hann var spurður af hverju Vegagerðin færði til steinana í
Gálgahrauni (Reimleikar 2016).
skírnir