Skírnir - 01.09.2016, Page 142
Í greininni „Menningararfur: Sagan í neytendaumbúðum“
bendir Valdimar Tr. Hafstein (2006: 315) á að orðræðan um menn-
ingararf breyti afstöðu fólks til þess sem það sér eða tekur sér fyrir
hendur. Það var því einkar áhugavert að G. Pétur skyldi hér vísa til
menningarsögunnar og menningararfsins, því það að vísa í álfatrú
sem menningararf setur skýr skil á milli nútímamannsins og fyrri
tíma þegar menn sýndu álfasteinum virðingu, álfanna og náttúr -
unnar vegna, en ekki vegna menningararfs og siðmenningar. Með
því að færa álfasteina undir formerkjum menningararfs rofna teng-
ingarnar á milli steinanna og hjátrúarinnar, náttúrunnar og „hinna“
— og áherslan er lögð á samband steinanna við hina siðmenntuðu,
nútímalegu, rökvísu manneskju. Að færa til álfastein undir þeim
formerkjum má því sjá sem einkar nútímalega og upplýsta ákvörð -
un.
Að verða „álfur“ — að verða „norn“
— að verða „klikkaður“
Það sem erlendum blaðamönnum og fjölmiðlum hefur fundist hvað
merkilegast við íslenska álfatrú okkar daga er að Vegagerðin sé enn
að eyða orku og peningum í að hlífa álfasteinum við lagningu vega.
Dæmin eru ekki svo fá og má rekja áratugi aftur í tímann. Efniviður
þessara sagna eru oft óvenjulegar bilanir á vinnutækjum, slys,
óhöpp, slæmar draumfarir fólks á eða í kringum vinnusvæði og
aðvaranir sem birtast fólki í draumum (Valdimar Tr. Hafstein 2003:
200). Þessir atburðir eru þá tengdir álfum eða huldufólki sem vill
tefja eða hætta við framkvæmdir á svæðinu, ellegar munu þeir hefna
grimmilega fyrir skaðann.
Eins og nánast allar sögur af yfirnáttúrulegum verum eru álfa-
sögur gjarnan notaðar til að útskýra eitthvað sem við getum annars
ekki skýrt: Hlutir týnast en finnast síðan á augljósum stað, óvenju-
legar bilanir verða í tækjum, fólk finnur fyrir ótta eða ónotum í til-
teknu landslagi eða við tilteknar gjörðir og svo framvegis. Í heima -
bæ mínum, Hafnarfirði, eru fjölmargar álfasögur og þar má finna
talsvert af álfasteinum og hömrum þar sem álfar eru sagðir búa.
Hafnarfjörður er byggður á hrauni og geta hraunmyndirnar oft
378 bryndís björgvinsdóttir skírnir