Skírnir - 01.09.2016, Síða 148
varpi eða útvarpi, engar fegurðardrottningar, ekki einu sinni flugfreyjur
eða stjórnmálamenn, glæpahyski eða biskupar, nei hvunndagshetjan ein
ber sögu sveitarinnar alfarið á herðum sér. (SbB, 13)
Þótt það séu aðeins hvunndagshetjur sem miðla sögu sveitarinnar þá
er ekki þar með sagt að þessar hetjur séu hversdagslegar, eða eins og
sögumaður segir stuttu síðar: „… fólkið í þessari sveit er nefnilega
gegnum gangandi alveg stórmerkilegt, en það er líka fyrst og síðast
heiðarlegt alþýðufólk og þannig manneskjur kæra sig lítt um að
spyrjast út fyrir sitt heimahérað“ (SbB, 14).
Auk drengsins, þ.e. sögumannsins, eru íbúar á bænum Karls -
stöðum mikilvægustu persónur þríleiksins. Þeir eru Þórður bóndi
og kona hans Salvör sem eiga litla dóttur sem heitir Sæunn. Á heim-
ilinu býr líka skáldið Starkaður, bróðir Þórðar, og faðir þeirra, Jónas
gamli. Feðgarnir þrír eru allir miklir sagnamenn og af þeim sökum
fyrirmyndir sögumanns, í sumum tilfellum heimildarmenn hans.
Þórður bóndi er magnaður sögumaður, Jónas gamli rödd fortíðar-
innar og getur þulið sögur frá liðnum tíma og skáldið Starkaður
sameinar svo fortíð, nútíð og framtíð og er því mikilvægasta fyrir-
mynd sögumannsins.
Sagan er sögð frá sjónarhóli fullorðins manns sem situr í blokk
í borginni undir lok 20. aldar (um það leyti sem bækurnar koma
út). Hann lítur um öxl, rifjar upp og ritar um liðinn tíma þegar hann
var í vist á Karlsstöðum. Sögumaðurinn gefur jafnframt í skyn að
hann skáldi í eyðurnar og því hlýtur lesandinn stundum að spyrja
sig hvað sé skáldskapur og hvað veruleiki. En jafnvel þótt sögu -
maðurinn sé staddur í borginni — í raun og veru — svo löngu
seinna, er hugur hans fyrst og fremst á sveimi um sveitina: „Það er
dimmur vetrarmorgunn í útjaðri borgarinnar en í huga mínum er
júní og birtan á andlitinu tuttugu ára gömul“ (Báf, 7). Auk þess að
mynda ramma utan um frásögnina skipar þetta sögusvið sjálfu
söguefninu í fjarlægð hvað tímann varðar. Þessi innrömmun verður
reyndar ekki skýr fyrr en í öðru bindinu, Sumrinu bakvið Brekk-
una, þar sem þetta svið birtist lesendum fyrst. Innan við meginfrá-
sögnina eru svo aftur enn aðrar sögur af ýmsum liðnum atburðum
sem liggja enn fjær rammafrásögninni í tíma, þær elstu frá 19. öld en
384 ingi björn guðnason skírnir