Skírnir - 01.09.2016, Page 149
385íslenska sveitasagan
aðrar frá upphafi 20. aldar. Í stuttu máli sagt einkennist þríleikurinn
því af fjölda frásagna sem gerast á mismunandi tímasviðum en eru
ávallt sagðar frá sjónarhóli sögumanns sem horfir aftur í tímann.
Vettvangur þríleiksins er þó fyrst og fremst sveitin, og þessi sveit er
eðli málsins samkvæmt bókmenntalegt fyrirbæri.
Til hvers að skrifa um íslenska sveit?
Landróverinn kemur á mikilli ferð, beygir inn afleggjarann að Karlsstöðum,
maður hendist út farþegamegin, ræðst á hliðið, kastar því útí vegkantinn og
stekkur uppí bílinn sem blússar niður löngu brekkuna, upp þá stuttu en
bröttu og á hlaðinu splundrast hænsnahópurinn gargandi, og gamalt and-
lit birtist í glugga á annarri hæð hússins. (Sír, 12)
Það fer ekki á milli mála að eitthvað mikið er á seyði í sveitinni,
eitthvað sem þarfnast frekari skoðunar. Jeppinn þeytist eftir malar-
veginum með rykorm í eftirdragi, knúinn áfram af ógn og ótta sem
lesandinn veit ekki strax af hverju stafar. Fyrstu tvo kafla bókar-
innar er ekkert gefið upp um hvað valdi þessum miklu látum.
Sögumaður hefur fram að þessu greint frá öllu í 3. persónu frásögn
og haldið sig til hlés. Í þriðja kafla stígur hann hinsvegar fram og
segir:
Þegar ég skýri frá upptökum óttans, legg hann umbúðarlausan fram, mun
heimsborgurum og venslafólki þeirra varla þykja ástæða til að staldra
lengur við. Fólk sem dag hvern hugsar um hungursneyð í Afríkuríkjum, um
sjálfsmorð stórborga, og man jafnvel örlög Inka og hörmungar Forn-
Egypta sem höfðu plágurnar sjö og Guð á móti sér. Og það er eflaust rétt,
að séu þessar hörmungar fortíðar og nútíðar hafðar í huga, er ósköp snaut-
legt að segja: Þessi sveit hefur Guðmund á Hömrum. Þetta er ekki einu
sinni hljómmikil setning. Maður undrast kannski og spyr, hver hún sé þessi
ógn sem getur stafað af íslenskum bónda? (Sír, 13–14)
Hér er sveitinni stillt upp gagnvart slíkum heimssögulegum at-
burðum að hún getur ekki annað en virst agnarsmá. Þó er Guð -
mundur engin smásmíði og óttinn og öngþveitið sem hann skapar
umtalsvert í hugum fólks í sveitinni. Einhver heillandi mótsögn felst
skírnir