Skírnir - 01.09.2016, Side 150
í því að sögumaður leggi svo ríka áherslu á smæð sveitarinnar í sam-
anburði við hið stóra heimssögulega samhengi, en geri jafnframt sitt
til að ekki fari á milli mála að stórhætta sé á ferðum. Hinn þreifandi
fulli bóndi, Guðmundur á Hömrum, er ígildi heimssögulegra hörm-
unga í söguheiminum. Og sögumaður heldur áfram og varpar fram
þeirri spurningu sem þessari grein er m.a. ætlað að svara:
Og önnur knýjandi spurning: til hvers að skrifa um íslenska sveit á ofan-
verðri tuttugustu öld, þegar borgir þenjast út, mannúðin skreppur saman?
Er hreinlega réttlætanlegt að segja setninguna: Þessi sveit hefur Guðmund
á Hömrum, eins og hún skipti einhverju máli? Ég veit það ekki. (Sír,14)
Já, til hvers að skrifa um íslenska sveit á ofanverðri 20. öld? Sögu-
maður gerir enga tilraun til að svara spurningunni með beinum
hætti, né því hvort það sé yfirleitt réttlætanlegt að segja (rita) næstu
setningu! Engu að síður heldur frásögnin áfram, og henni lýkur ekki
fyrr en rúmum 600 blaðsíðum síðar! Í því felst auðvitað ákveðið
svar, starf sögumanns er mikilvægt, a.m.k. að hans mati. Auk þess
er hreinlega líkt og sjálf frásögnin taki völdin. En svarið við spurn-
ingunni „til hvers að skrifa um íslenska sveit á ofanverðri tuttug-
ustu öld“ er kannski að nokkru leyti að finna í sögunni, í þeim
bókmenntalega farangri sem sveitasaga á ofanverðri 20. öld burðast
með.
Upphafið: Sveitasagan — grafist fyrir um bókmenntahefð
Undir hatti sveitasögunnar rúmast ólík verk frá ólíkum tímum sem
eiga fátt sameiginlegt annað en að gerast í sveit. Til að mynda má
setja verk á borð við Pilt og stúlku (1850) eftir Jón Thoroddsen,
Sjálfstætt fólk (1933–1935) eftir Halldór Laxness, Dalalíf (1946–
1951) eftir Guðrúnu frá Lundi og Land og syni (1963) eftir Indriða
G. Þorsteinsson undir þetta sama merki svo fáein skáldverk séu
nefnd. Þrátt fyrir þetta er engum blöðum um það að fletta að í
a.m.k. hundrað ár var sögusvið og vettvangur íslensks sagnaskáld-
skapar að stærstum hluta sveitin. Mörg þeirra verka sem flokka má
sem sveitasögur eiga það þó sameiginlegt að borgin, eða þéttbýlið,
er hluti af sögusviðinu eða a.m.k. baksvið og myndar andstæðu við
386 ingi björn guðnason skírnir