Skírnir - 01.09.2016, Page 161
397íslenska sveitasagan
Nýir tímar — sveitin á jaðrinum
Kannski er fulldjúpt í árinni tekið að segja að sveitasagan hafi fallið
úr tísku þegar borgarmenningin varð ríkari þáttur í íslenskri menn-
ingu og af þeim sökum eðlilegra sögusvið skáldskapar. Hvað sem því
líður þá hefur frekar lítið borið á sögum úr íslenskri sveit á síðustu
áratugum. Hefðin sem sveitasögurnar skópu hlýtur þó að ýmsu
leyti að vera undirliggjandi í bókmenntum þessa tíma, enda á meiri-
hluti borgarbúa ættir að rekja til sveita í fyrsta, annan eða þriðja
ættlið. Auk þess er þróun skáldsögunnar sem bókmenntagreinar á
Íslandi samofin þeim stórstígu breytingum í öllu menningarlífi sem
fólksflutningar úr sveit í borg höfðu í för með sér eins og rakið er
hér að framan. Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum voru vita-
skuld ritaðar markverðar skáldsögur sem gerast að einhverju eða
öllu leyti í sveit. Flestar þeirra voru þó skrifaðar af eldri höfundum,
þ.á m. Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og Indriða G. Þorsteinssyni sem
nánar verður vikið að hér á eftir, skáldum sem í einhverjum skiln-
ingi voru enn að vinna úr farangri fortíðarinnar .
Því er oft haldið fram að skáldsaga Guðbergs Bergssonar, Tómas
Jónsson metsölubók, hafi hrundið af stað formbyltingu í skáld-
sagnagerð þegar hún kom út árið 1966. Þótt e.t.v. sé hæpið að marka
formbyltingu í skáldsagnagerð við útkomu einnar bókar er engum
vafa undirorpið að á síðari hluta sjöunda áratugarins og á þeim átt-
unda komu fram skáldsögur sem settu ný viðmið í sagnagerð á Ís-
landi (Ástráður Eysteinsson 1999c: 56). Þessi verk gjörbreyttu
prósabókmenntunum og ýttu félagslegu raunsæi sveitasagnanna út
á jaðarinn.14 Við bókmenntasöguleg hvörf módernísku verkanna
dregur úr vægi sveitasagnanna sem miðlægu viðmiði á vettvangi
bókmenntanna. Á áttunda áratugnum komu jafnframt fram ungir
höfundar sem rituðu raunsæisleg verk og hafa verið spyrtir saman
undir heitinu nýraunsæi, þ.á m. Vésteinn Lúðvíksson, Ólafur
Haukur Símonarson, Guðlaugur Arason og Ása Sólveig (Ástráður
skírnir
14 Auk Guðbergs Bergssonar eru jafnan nefnd í þessu samhengi þau Steinar Sigur-
jónsson, Thor Vilhjálmsson, Svava Jakobsdóttir og Þorsteinn frá Hamri ásamt
Halldóri Laxness sem sendi frá sér Kristnihald undir Jökli árið 1968.