Skírnir - 01.09.2016, Page 162
Eysteinsson 1999b: 30–31). Þótt verk þessara höfunda geti kallast
raunsæisleg voru efnistök þeirra allt önnur en tíðkuðust í raunsæ-
islegum sveitasögum áranna eftir styrjöldina. Í stað þess að fást við
horfinn eða hverfandi heim sveitanna, sem oft og tíðum var lýst úr
sögulegri fjarlægð, tóku þau til umfjöllunar brýn vandamál sam-
tímans, gjarnan undir merkjum skýrt skilgreindra pólitískra mark -
miða. Þessi vandamál og viðfangsefni snerust nær undantekningar-
laust um félagslegan veruleika borgarinnar og þéttbýlisins.15
Á níunda og tíunda áratugnum héldu mikilvirkustu höfundar
yngri kynslóðarinnar sig frekar við borgina sem sögusvið og jafn-
vel þótt sveitin væri hluti af sögusviðinu var hún ekki lengur sama
forsenda og áður. Flestir þessara höfunda fæddust líka og ólust upp
í Reykjavík og e.t.v. má segja að „kóðar“ borgarlífsins hafi endan-
lega öðlast gildi á þessum tíma svo gripið sé til hugtaks Ástráðs
Eysteinssonar. Þrátt fyrir það eru hinir miklu fólksflutningar eftir -
stríðsáranna nálægir í verkum margra þessara höfunda. Þetta má t.d.
sjá í skáldsögum Einars Kárasonar Þar sem djöflaeyjan rís (1983) og
Gulleyjan (1985) sem fjalla um fólk í einu af braggahverfum Reykja-
víkur sem var algengur lendingarstaður „innflytjendanna“ úr sveit-
inni (Eggert Þór Bernharðsson 2000: 146). Skáld saga Guðmundar
Andra Thorssonar, Íslenski draumurinn (1991), fjallar einnig um
fyrstu og aðra kynslóð sveitafólks á mölinni svo aðeins tvö dæmi séu
tekin af skáldsögum sem snerta þetta viðfangsefni.16 Því má segja
að úrvinnsla sveitasögunnar, ekki síst með tilliti til fólksflutning-
anna, haldi áfram innan borgarmarkanna og ekki síður innan skáld-
sögunnar á níunda og tíunda áratugnum.
Sá félagslegi og menningarlegi grundvöllur sem sveitasagan
byggðist á er því ekki beinlínis horfinn úr íslenskum bókmenntum
398 ingi björn guðnason skírnir
15 Jón Yngvi Jóhannsson 2006b: 545–564. Hér er vísað til undirkaflanna „Nýtt
raunsæi 1971–1983“ og „„Einkalífið er líka pólitík““.
16 Fleiri verk Guðmundar Andra snúast reyndar öðrum þræði um þetta, t.a.m.
skáldsagan Náðarkraftur (2003) og Segðu mömmu að mér líði vel (2008). Upp-
talning verka frá þessu tímabili sem fjalla um fólksflutningana á fyrri hluta 20.
aldar gæti reyndar verið töluvert löng, t.d. má nefna þríleik Einars Más Guð -
mundssonar, Fótspor á himnum (1997), Draumar á jörðu (2000) og Nafnlausir
vegir (2002) þar sem saga einnar fjölskyldu er sögð frá upphafi 20. aldar allt til
samtímans.