Skírnir - 01.09.2016, Page 164
einhverskonar aðkallandi samtímamál, þegar lífið í þéttbýlinu er
orðið að eðlilegri tilveru mikils meirihluta þjóðarinnar?
Við þessu er ekkert einhlítt svar, en sú leið sem Jón Kalman velur
er að skrifa verk sem er í sífelldri samræðu við þessa hefð. Á þetta
bendir Jón Yngvi (2006b: 654) einmitt líka: „Þetta er í hæsta máta
bókmenntaleg sveit og sögur Jóns tengjast íslenskri sveitasagnahefð
sterkum böndum. Á köflum er eins og sögumaður þeirra sæki afl sitt
í meðvitaða afneitun þeirrar þróunar sem þar hefur orðið.“
Líkt og fram hefur komið tóku sveitasögurnar nokkrum breyt-
ingum í heimsstyrjöldinni síðari, þegar hernámið hraðaði nú-
tímavæðingu og fólksflutningum til Reykjavíkur svo um munaði.
Sveitin og sveitamenningin hætti að vera raunverulegur valkostur
sem grundvöllur íslenskrar menningar líkt og menntamenn fyrstu
áratuga 20. aldarinnar og „hamsúnistarnir“ sóttust eftir. Að ýmsu
leyti er sögumaður þríleiksins staðsettur í svipaðri sögulegri fjar-
lægð og tíðkaðist hjá höfundum sveitasagna á fimmta, sjötta og sjö-
unda áratug aldarinnar. Líkt og þeir horfir hann um öxl og rifjar
upp og ritar niður minningar um æsku sína í sveit sem geymir heim
sem er horfinn. Ekki ósvipað og brottflutta sveitafólkið sem „fjall -
aði um sveit bernsku sinnar og uppvaxtarára fyrir stríð, fyrir
vélvæðingu og innrás nútímans“ (Dagný Kristjánsdóttir 2006: 436).
Við þessar aðstæður er eina færa leiðin aftur til hins horfna heims
sveitarinnar í gegnum bókmenntirnar, þ.e. að endurskapa heim
bernskunnar með skrifunum.
Lýsingu Dagnýjar Kristjánsdóttur (2006: 437) á sveitasögum
stríðsáranna og næstu ára þar á eftir, sem áður var vitnað til, má því
sumpart heimfæra upp á þríleikinn: „Því lengra sem líður frá lífinu
í sveitinni þeim mun auðveldara verður að gylla hana fyrir sér,
ritskoða minningarnar og búa til fallegar goðsögur … þar sem
fólkið lifir einfaldara og sannara lífi en í borginni í órofa tengslum
við jörðina, gróðurinn og dýrin.“ Afstaða sögumanns þríleiksins til
sinnar sveitar og borgarlífsins rímar ágætlega við þetta: „… uppúr
miðjum maí ók Starkaður hálfa leiðina suður til að frelsa drenginn
úr rútunni. Þessi sveit gleymir nefnilega aldrei sínum“ (Sír, 101).18
400 ingi björn guðnason skírnir
18 Sölvi Björn Sigurðsson (2002) hefur einnig vakið máls á þessari fortíðarþrá í þrí-