Skírnir - 01.09.2016, Síða 165
401íslenska sveitasagan
Þrátt fyrir þetta er sú sveit sem lýst er í þríleiknum ekki algjör-
lega horfinn heimur. Hún er vissulega orðinn nokkurskonar „jaðar-
tilvera“ á sögutímanum, en engu að síður er hún raunverulegur
valkostur. Þar þrífst gott mannlíf og þangað má því sækja gildi og
lífsviðhorf, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Þetta er undir-
strikað strax í fyrsta bindi þríleiksins, Skurðum í rigningu, með sög-
unni um Sam W. Jones, hinn hámenntaða hörundsdökka vísinda -
mann frá New York sem sest að í sveitinni og finnur þar gildi og
lífshætti sem hann samlagast. Á ritunartímanum, þ.e. undir lok 20.
aldar, er sveitin auðvitað komin lengra út á jaðarinn og líkt og í
sveitasögum frá því um miðbik aldarinnar hafa orðið talsverðar
breytingar hvað atvinnuhætti varðar frá því á áttunda áratugnum.
Þar á meðal sú hefð að börn og unglingar úr þéttbýli dvelji í sveit
sumarlangt. Fortíðarþráin er því nokkuð annars eðlis í þríleik Jóns
Kalmans en tíðkaðist í sveitasögum áranna eftir styrjöldina.
Þótt sögumaður þríleiksins líti um öxl, líkt og fyrirrennarar hans
í sveitasögunum, er staða hans nokkuð frábrugðin sem skýrist af
því að lífið og tilveran í borginni er orðin viðtekin á áttunda ára-
tugnum þegar meginhluti þríleiksins gerist. Í þessu samhengi má
nefna áhugaverð tengsl Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Lax-
ness við sveitasöguhefðina sem Ástráður Eysteinsson (2006: 432–
433) hefur nefnt. Hann bendir á að vegferð hinnar hefðbundnu
söguhetju sveitasagna eftirstríðsáranna sé snúið á hvolf í Kristni-
haldinu. Í stað þess að koma úr sveitinni til borgarinnar fer Umbi,
hin unga og óreynda söguhetja, til sveitarinnar þar sem hann glatar
sakleysi sínu. Þetta „öfugsnúna“ frásagnarminni kemur einnig fram
í þríleiknum því sögumaður snýr einmitt frá borginni, þaðan sem
hann er upprunninn, til sveitarinnar. Hér er um að ræða nokkurs -
konar staðfestingu þess að borgin er viðmiðið en sveitin frávikið. Og
þótt sögumaður þríleiksins glati reyndar ekki beinlínis sakleysi sínu
í sveitinni, er engum vafa undirorpið að þar tekur hann út þroska
sinn.
skírnir
leiknum og segir m.a.: „Gegn þessum horfna heimi teflir sögumaður sinni eigin
fábrotnu tilveru sem upprifjanda og skrásetjara, og manni verður ekki annað
skilið en að lífið sé alltaf fegurra og stærra í fjarlægðum tímans, þegar fortíðin er
orðin að skáldskap.“