Skírnir - 01.09.2016, Page 166
Enn er spurt: Til hvers að skrifa um íslenska sveit?
Tengsl þríleiksins við þær sveitasögur, sem ritaðar voru eftir að
sveitasagan hvarf af sviðinu sem ríkjandi viðmið í íslenskri skáld-
sagnagerð, eru margvíslegri en hér hefur komið fram. Meginfrásögn
þríleiksins á sér stað á áttunda áratugnum, einmitt á þeim árum
þegar sveitasagan færðist endanlega út á jaðar íslenskrar skáld-
sagnagerðar. Sögutíminn er því á ákveðnum bókmenntasögulegum
og félagslegum mörkum. Um þetta leyti er vélvæðing sveitanna svo
og fólksfækkun í dreifbýli og yfirburðarstaða borgarinnar sem til-
vera þorra fólks orðin staðreynd. Viðfangsefni síðustu sveitasagn-
anna, sem enn voru að koma út um þetta leyti, einkennast af
uppgjöri við lífið í sveitunum en ekki síður við lífið í borginni með
sveitina að viðmiði.
Meðal þeirra höfunda sem nýttu sér skáldsagnaformið til að
kryfja þessar breytingar var Indriði G. Þorsteinsson. Skáldsögurnar
þrjár, 79 af stöðinni (1955), Land og synir (1963) og Norðan við stríð
(1971), sem hann sjálfur nefndi sameiginlega Tíma í lífi þjóðar, eru
hver á sinn hátt liður í því að brjóta þessar þjóðfélagslegu breyt-
ingar til mergjar (Kristján B. Jónasson 2004: 7). Í umfjöllun sinni
um þessi verk Indriða setur Dagný Kristjánsdóttir Land og syni í
athyglisvert samhengi: „Land og synir er „meta-skáldsaga“, skáld-
saga um uppgjörið við bændasamfélagið og þá jafnframt um allar
bækurnar um það.“19 Land og synir kemur út nokkrum árum síðar
en 79 af stöðinni og þótt Dagný skilgreini ekki nánar hvað felist í því
að Land og synir sé „meta-skáldsaga“, bendir hún á að henni sé
ætlað að „sýna enn betur hvers vegna engin leið liggur til baka og
hvers vegna tími sé kominn til að taka gamla bændasamfélagið af
dagskrá“. Að mati Dagnýjar er skáldsagan því ekki einungis uppgjör
við þjóðfélagsástand, heldur jafnframt við bókmenntahefðina. Þessi
notkun Dagnýjar á hugtakinu „meta-skáldsaga“, sem oftast eru
402 ingi björn guðnason skírnir
19 Dagný Kristjánsdóttir 2006: 560. Hún nefnir einnig í þessu samhengi skáldsögu
Drífu Viðar, Fjalldalslilju (1967) sem „einnig fjallar að nokkru leyti um hina bók-
menntalegu sveit“.