Skírnir - 01.09.2016, Page 167
403íslenska sveitasagan
nefndar sjálfsögur á íslensku, er nokkuð frjálsleg og ljóst að hug-
takið getur átt við æði margar skáldsögur sé það notað um verk á
borð við Land og syni. Hugtakið getur, í þessum skilningi, náð yfir
allar skáldsögur sem á einn eða annan hátt taka til umfjöllunar
félagslegan veruleika sem hefur verið í brennidepli bókmennt anna.20
Þrátt fyrir þetta má taka undir með Dagnýju um að Land og
synir sé skáldsaga sem fjallar um uppgjörið við bændasamfélagið og
án efa felst í því uppgjör við þær sögur sem fjalla um þetta samfélag.
Þríleikur Jóns Kalmans er ekki uppgjör við sveitasagnahefðina, en
hann er án nokkurs vafa bókmenntaverk sem fjallar um þessa hefð
og tekur hana á dagskrá aftur, löngu eftir að hún er því sem næst úr
sögunni. Þennan þráð, um þríleikinn sem bókmenntir um bók-
menntahefð, er áhugavert að spinna áfram í tengslum við höfund-
arverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Líkt og Indriði G. Þorsteinsson
fékkst hann enn við viðfangsefni sveitasagnahefðarinnar undir lok
þess tímabils þegar hún hafði færst út á jaðar íslenskrar skáldsagna-
gerðar á sjöunda og áttunda áratugnum.
Ólafur Jóhann hóf feril sinn sem skáldsagnahöfundur með bók-
inni Skuggarnir af bænum (1936) sem er í alla staði hefðbundin
sveitasaga (Jón Yngvi Jóhannsson 2006a: 261). Hann hélt sig svo
allar götur síðan, á einn eða annan hátt, við menningu sveitarinnar.
Því þótt bækur hans frá síðari árum fjölluðu um borgarlíf snerust
þær um gildi sveitanna og tók hann því virkan þátt í umræðunni
um andstæðurnar sveit og borg, líkt og almenn tilhneiging var til á
árunum eftir stríð. Í athyglisverðri grein frá árinu 1980 fjallar Hall-
dór Guðmundsson um tvö af síðari verkum Ólafs Jóhanns, smá-
söguna „Bréf séra Böðvars“ (1965) og skáldsöguna Hreiðrið (1972).
Í greininni setur Halldór fram þá áhugaverðu kenningu að í raun sé
allt höfundarverk Ólafs Jóhanns glíma við þær stórfelldu félagslegu
og menningarlegu breytingar sem raktar hafa verið hér að framan:
skírnir
20 Hér gefst ekki tóm til að fara út í nánari skilgreiningu á hugtakinu sjálfsaga
(„meta-skáldsaga“). Jón Karl Helgason (2006: 88–89, 2008: 102–103) hefur gert
grein fyrir flestum þeim hugtökum sem hafa verið notuð í þessu samhengi í ís-
lenskri umræðu. Sjá einnig um hugtakið sjálfsaga og þríleik Jóns Kalmans í Ingi
Björn Guðnason 2009: 57–82.