Skírnir - 01.09.2016, Page 170
Ég hef nefnilega heyrt því haldið fram að til séu mikilvægari hlutir en hey-
skapur og smalamennska, girðingarvinna og mjaltir, til dæmis vegferð
mannsins, heill þjóðar, angist nútímans. Já, hér sit ég og blaðið er mitt
ræðupúlt, þarna er samtíminn, kaunum hlaðinn. Vegferð þjóðar, heill
mannsins, angist nútímans; sitthvað sem vert er að brjóta til mergjar. Og mér
dettur í hug að bæta nýjum þráðum í þennan sveitavefnað minn, gefa at-
burðum þjóðfélagslega skírskotun, stinga á kaunum. Mér dettur ýmislegt
í hug.
En þá man ég eftir rjúpnaveiðiferðum Guðmundar á Hömrum. (Báf, 171)
Líkt og þegar sögumaður spyr sig hvers vegna hann sé að skrifa um
íslenska sveit, tilgreinir hann risavaxin málefni samtímans og ber
þau saman við sitt eigið viðfangsefni. Og lætur sér jafnvel detta í
hug að bæta svokallaðri þjóðfélagslegri skírskotun við frásögnina.
Með öðrum orðum, það flögrar að honum að skrifa hefðbundna
sveita sögu. Sveitasögu sem á margt sameiginlegt með þeim þjóð -
félagslegu sögum, frá ýmsum tímum, sem fjallað hefur verið um hér
að framan. Sögu sem beinlínis tekur sér stöðu á pólitískum vett-
vangi dagsins.
Við skulum gefa okkur að það, sem sögumaður ýjar hér að um
frásögnina, sé rétt, þ.e. að hún sé ekki þjóðfélagsleg. Ef svo er, má
spyrja sig hvað komi í veg fyrir að sagan taki þessa þjóðfélagslegu
stefnu og stingi á kaunum. Svarið virðist einfalt, sjálf frásögnin tekur
völdin. Sagan af rjúpnaveiði Guðmundar á Hömrum þarf að kom-
ast að og frásögnin tekur við, allur þríleikurinn, flóð sem ekki
verður stöðvað, er ígildi svars. Enda orðar sögumaður það svo á
öðrum stað að hann sé „valdalaus alvaldur“ (Báf, 87). Það er vara-
samt að taka sögumann algjörlega trúanlegan þegar hann gefur í
skyn að frásögn hans snúist fyrst og fremst um heyskap, mjaltir og
girðingavinnu. En það má einnig finna annað svar við þessari spurn-
ingu. Það felst í því að taka ekki mark á sögumanninum þegar hann
ýjar að því að frásögnin sé laus við svokallaðar þjóðfélagslegar skír-
skotanir.
406 ingi björn guðnason skírnir