Skírnir - 01.09.2016, Page 171
407íslenska sveitasagan
Síðasti bærinn í dalnum eða: „Atburðir við Glæsivelli“22
Það var siður á Íslandi frá fornu fari á öllum sæmilegum bæum, að þartil-
hæfur maður væri látinn lesa upphátt úr sögubókum eða kveða rímur fyrir
heimilisfólkið á síðkvöldum, og stytti svo þjóðin stundir fyrir sér. Sumir
hafa nefnt þessar kvöldvökur háskóla íslendinga. (Halldór Laxness 1957: 70)
Þannig lýsir Halldór Laxness kvöldvökunum í baðstofum íslenska
torfbæjarins í skáldsögunni Brekkukotsannál (1957). Textabrotið
lýsir því ágætlega hvernig kvöldvaka baðstofunnar var vettvangur ís-
lenskrar menningar og þjónaði landsmönnum í senn sem mennta-
og menningarstofnun um aldir. Ekki er fjarri lagi að segja að skurð -
punkt samtíma og fortíðar, sem sveitasögur 20. aldarinnar fást við,
sé að finna í baðstofu íslenska torfbæjarins. Íslenski bærinn er tákn
þeirrar menningar sem flestum sveitasögum á 20. öld var ætlað að
berjast fyrir og varðveita. Jafnframt er hann kirfilega staðsettur í
fortíðinni og gott dæmi um fyrirbæri sem nútímavæðingin þurrk -
aði út svo að afturhvarf til hans varð ógerlegt. Íslenski bærinn er því
tvírætt menningarsögulegt fyrirbæri. Fjöregg íslenskrar menn ingar
en jafnframt táknmynd örbirgðar og vosbúðar í hugum margra.
Skurðpunkturinn, sem finna má í baðstofu íslenska torfbæjarins,
birtist í þríleiknum því að í Birtunni á fjöllunum fara fram harð -
vítugar deilur í sveitinni um gamlan torfbæ:
En nú er að segja frá því, að skammt suðaustur af Svarfhóli er dalskvompa
sem nefnist Stóridalur. Þar var lengi kotbýli og hét Glæsivellir. Mótsögn-
ina í nafngiftunum kann ég ekki að skýra svo vel sé, hvort hér liggi forn
gamansemi að baki eða stoltleg yfirlýsing löngu horfinna búenda. En bær-
inn fór í eyði uppúr seinna stríði og þrátt fyrir þrotlaust áhlaup vinda og
eyðileggjandi samspil frosts og raka í nær fjörtíu ár, var bærinn enn afar
heillegur þetta sumar, þökk sé alúð og vandvirkni í hverri torfhleðslu […]
Hann sást ágætlega frá veginum og ég man, að ýmsum þótti notalegt að
vita af bænum, þessu fótspori sem fortíðin hafði skilið eftir. Glæsivellir var
nefnilega síðasti uppstandandi torfbær sveitarinnar. (Báf, 48–49)
skírnir
22 Á bls. 51 í Birtunni á fjöllunum hefst kafli sem ber heitið „Atburðir við Glæsi-
velli“.