Skírnir - 01.09.2016, Síða 172
Það má jafnvel bæta við þeirri nafnatilgátu að þetta stórbrotna heiti
á gamla kotbýlinu sé tilraun söguhöfundar til að varpa ljósi á menn-
ingarlegt mikilvægi bæjarins. En hvernig getur þessu litli torfbær,
þetta fótspor „sem fortíðin hafði skilið eftir“, valdið harðvítugum
deilum? Svarið býr í einu orði: „Breytingar. Ég man að Björn
tönnlaðist á þessu hrollvekjandi orði“ (Báf, 70). Svo segir sögu-
maður frá þegar hann rifjar upp ræðu bóndans framfarasinnaða,
Björns á Hnjúkum, á fundi sem haldinn er í félagsheimilinu til að
ræða deilumálið, hvort rífa eigi gamla torfbæinn að Glæsivöllum
eða leyfa honum að standa.
Fundurinn er til kominn vegna þess að skömmu áður kemst
skáldið Starkaður á snoðir um fyrirætlanir Hnjúkabóndans, að jafna
bæinn við jörðu. Starkaður og sögumaður fara því heim að Glæsi-
völlum til að koma í veg fyrir þetta menningarslys. Þeir fikra sig inn
bæjargöngin og þar biður Starkaður sögumann að taka eftir: „Komdu,
á fætur með þig, nú förum við um allan bæinn, snertum á veggjum,
blundum jafnvel í skotum og leysum minningar úr viðj um þagnar
og gleymsku, komdu og snertu þessa veggi og fortíðin smýgur
gegnum skinnið og sameinast niði blóðsins“ (Báf, 51). Þeir félagar
ná að bjarga gamla bænum í bili og þar vegur þungt hótun Starkaðar
um að semja níðvísu um þá sem fengnir eru til verksins.
Því næst er tilkynnt um fund í félagsheimilinu vegna málsins og
af stað fer mikið áróðursstríð andstæðra fylkinga í sveitinni. Í því
koma fram afar ólík sjónarmið viðvíkjandi fortíð, samtíð og framtíð.
Upp í hugann kemur hugleiðing sögumanns um að saga hans hafi
ekki þjóðfélagslega skírskotun. Því þessar deilur hafa það sannarlega.
Björn á Hnjúkum heldur ræðu og, eins og fyrr segir, tönnlast hann
á orðinu „breytingar“:
Það var hans skoðun, eins og hefur reyndar komið á daginn, að ekki dygði
lengur að binda sitt hey, leggja sláturféð og mjólkurlítrann inn á reikning
kaupfélagsins, bæta girðingar og ræsa fram mýrar, því þeir tímar þegar
tryggasta inneign hvers einstaklings væri dugnaður og verklagni í búháttum
voru liðnir. Vissulega, sagði Björn, ég man að hann sagði vissulega og sló út
höndinni: vissulega verður áfram þörf fyrir slíkt fólk, en sú sveit sem ein-
göngu treystir á gamla búhætti, mun dragast aftur úr. Gamlir og grónir siðir
eru ekki lengur á vetur setjandi. En það þarf stórhug til að rífa okkur upp
408 ingi björn guðnason skírnir