Skírnir - 01.09.2016, Page 173
409íslenska sveitasagan
úr stirðnuðum sporum, og það er sú hætta að við frjósum föst í liðnum tíma.
Og Björn sagði; breytingar geta sært og framfarir kostað fórnir. (Báf, 70)
Það er áhugavert að sögumaður tekur undir með Birni sem telur
upp hefðbundin sveitastörf sem hætt eru að skipta jafn miklu máli.
Því líkt og sögumaður bendir á hefur þetta, sem Björn telur upp,
„reyndar komið á daginn“. Og upptalning Björns er nánast sam-
hljóða því sem sögumaður telur upp þegar hann veltir því fyrir sér
að „gefa atburðum þjóðfélagslega skírskotun“ og segir: „Ég hef
nefnilega heyrt því haldið fram að til séu mikilvægari hlutir en hey-
skapur og smalamennska, girðingarvinna og mjaltir, til dæmis veg-
ferð mannsins, heill þjóðar, angist nútímans.“
Þessi tvíræða afstaða sögumanns, að gefa í skyn að frásögn hans
hafi ekki þjóðfélagslega skírskotun en greina svo frá deilum sem
sannarlega snúast um þjóðfélagsleg efni, er af talsvert ólíkum toga
en birtist t.d. í verkum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Indriða G.
Þorsteinssonar sem hér hefur verið minnst á. Þríleikurinn fjallar
vissulega um þjóðfélagsleg málefni, og deilan sem hér hefur verið lýst
snýst um varðveislu menningar og gilda sem eru um það bil að falla
í gleymsku eða er hreinlega verið að jafna við jörðu! Munurinn felst
fyrst og fremst í því að sögumaður þríleiksins ljóstrar upp eigin efa-
semdum hvað þetta varðar. Enda er hann sjálfur í sögulegri fjarlægð
frá miðju þeirrar umræðu sem t.d. þeir Ólafur Jóhann og Indriði
tóku þátt í. Á sögutíma meginfrásagnar þríleiksins er þessi umræða
enn í gangi og deilurnar sem hér er lýst eru angi af henni.
Í heimi skáldsögunnar hafa deilurnar um Glæsivelli þó víðtæk-
ari merkingu en þá sem snýr að menningarverðmætum. Breyting-
arnar sem Björn bóndi á Hnjúkum vill innleiða í sveitina felast
nefni lega í stuttu máli í því að fórna Glæsivöllum og nýta eyðijörð -
ina sem urðunarstað fyrir úr sér gengnar vélar. Þetta er stóriðja á
mælikvarða sveitarinnar. Hér er augljóslega á ferðinni smækkuð
mynd af helsta deilumáli sem uppi var á ritunartíma þríleiksins og
snerist um virkjanir á hálendinu norðan Vatnajökuls. Þær komust
einmitt í hámæli árið 1999 þegar Birtan á fjöllunum kom út. Eins og
glöggt má sjá birtist hér hápólitískt deilumál samtímans í sveitasögu
sem sögumaður gefur í skyn að sé laus við „þjóðfélagslegar skír-
skírnir