Skírnir - 01.09.2016, Page 175
411íslenska sveitasagan
sem sver sig á margvíslegan hátt í ætt við póstmódernískar bók-
menntir.23
Þessi endurnýjun er ekki síst athyglisverð fyrir þær sakir að í
þríleiknum eru spunnir margir ólíkir þræðir úr þeirri breiðu bók-
menntahefð sem sveitasagan er. Í fyrsta lagi eru í honum tekin til
umfjöllunar þjóðfélagsleg álitamál sem hæst ber á ritunartíma hans,
líkt og gjarnan innan sveitasöguhefðarinnar, ekki síst á blómaskeiði
hennar á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. Í öðru lagi er unnið
með fortíðarþrána sem sveitasögur eftirstríðsáranna einkenndust af
og hún sett í nútímalegan búning. Í þriðja lagi er að finna í þrí-
leiknum þá hugsun að mikilvægt sé að gæta að þeim menningar-
verðmætum og gildum sem sveitin hefur að geyma.
Til hvers að skrifa um íslenska sveit undir lok 20. aldar? Það er
kannski eðlilegt að sögumaður spyrji sig að því á tímum þegar
sveitasögur á borð við þessa þóttu nokkurskonar tímaskekkja. En í
þessum skrifum felst frumleiki, ekki síst þegar efnistökin gera það
að verkum að aðkallandi samtímamál og tengingar við bókmennta-
söguna spinnast saman í einum frásagnarþræði. Valið á sögusviði,
sem gæti virst úrelt, sýnir einnig svo ekki verður um villst að fagur -
bókmenntir eru ekki bundnar tilteknum tíma og geta því aldrei tal-
ist tímaskekkja.
Í öllu þessu er að finna svar við spurningu sögumanns, og þótt
hann geri ítrekaðar tilraunir til að halda því fram að viðfangsefnið
sé ómerkilegt er ljóst að verkið fjallar um það sem mestu máli
skiptir, fólk, menningu og náttúru, og getur þannig orðið vegvísir
og áminning um raunveruleg verðmæti á víðsjárverðum tímum.
Heimildir
Árni Sigurjónsson. 1987. Laxness og þjóðlífið: Frá Ylfingabúð til Urðarsels. Reykja-
vík: Vaka-Helgafell.
Ástráður Eysteinsson. 1999a. „Halldór Laxness og aðrir höfundar.“ Ástráður Ey-
steinsson, Umbrot: Bókmenntir og nútími, 13–29. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Ástráður Eysteinsson. 1999b. „Baráttan um raunsæið: Um módernisma, raunsæi og
skírnir
23 Sjá nánar um þetta, Ingi Björn Guðnason 2009: 57–82.