Skírnir - 01.09.2016, Síða 178
ÞÓRÐUR HARÐARSON
Heilkenni Marfans eða Skinnvefju
Sumarið 2015 var hluti stúdentahóps þess, sem lauk námi við
Menntaskólann í Reykjavík árið 1960, staddur í Vínarborg. Á heim-
ili Auðunar Atlasonar sendiherra flutti Pálmi R. Pálmason verk -
fræðingur þakkarorð til sendiherrans fyrir hönd hópsins. Pálmi lagði
m.a. út af Bárðar sögu Snæfellsáss og vék nokkrum orðum að Þor-
katli skinnvefju, sem lýst er í sögunni með allkostulegum hætti. Aug-
ljóst var að lýsingin átti við mann sem ekki gekk heill til skógar.
Undir ræðunni kom mér til hugar hvaða sjúkdómur hefði hrjáð Þor-
kel skinnvefju eða mann, sem gæti verið fyrirmynd hans í huga höf-
undar. Eftir heimkomuna prófaði ég mannlýsingu Þorkels í Bárðar
sögu á þremur stéttarbræðrum og komust þeir allir hjálparlaust að
sömu niðurstöðu og ég. Skal nú nánar greint frá kenningunni.
Snemma í Bárðar sögu Snæfellsáss má finna eftirfarandi mann -
lýsingu:
… sveinn einn ungr, er Þorkell hét ok var kallaðr skinnvefja; hann var
manni firnari en systrungr við Bárð at frændsemi og hafði verit fæddr upp
fyrir norðan Dumbshaf, þar er mjök var illt til vaðmála, ok var sveinninn
vafinn í selaskinnum til skjóls ok hafði þat fyrir reifa, ok því var hann
kallaðr Þorkell skinnvefja; hann var þá frumvaxta, er hér var komit sög-
unni. Hann var hár maður ok mjór og langt upp klofinn, handsíðr og liða -
ljótr og hafði mjóva fingr og langa, þunnleitr ok langleitr, <ok> lágu hátt
kinnarbeinin, tannberr ok tannljótr, úteygðr ok munnvíðr, hálslangr ok
höfuðmikill, herðalítill ok miðdigr, fætrnir langir ok mjóvir; frár var hann
ok fimur við hvervetna … (Bárðar saga Snæfellsáss 1991: 108)
Þorkels er einnig getið í Víglundarsögu (Þórhallur Vilmundarson
og Bjarni Vilhjálmsson 1991: lxxviii). Þá er hann gamall maður og
býr á Dögurðarnesi, sagður hafa komið til Íslands með Bárði Snæ-
fellsás, en er ekki lýst að limaburði. Ljóst er af Bárðar sögu að Þor-
kell var mikils virtur og náinn vinur Bárðar. Hann kvæntist Gróu
nokkurri. Hún var ekkja og bjó í Gróuhelli skammt vestan Arnar-
Skírnir, 190. ár (haust 2016)