Skírnir - 01.09.2016, Page 182
limi, langa mjóa fingur og tær,
framsveigðan hrygg, aukna hreyf -
ingu í liðum, háan góm, skakkt
bit, þéttar tenn ur, flata fætur
o.fl. Ýmis augn einkenni geta
verið fyrir hendi, þótt los á augn-
linsu sé algengast. Stundum eru
Marfansjúklingar úteygir (bup-
hthalmos, mynd 1) (Alme, Ing-
voldstad, Hejkal og Margalit
2008).
Þorkell skinnvefja var hávax-
inn, grannur og hár til klofsins.
Hann hafði langa limi og fingur
(sbr. mynd 2.). Sagt er að liðir
hafi verið ljótir. Kinnbeinin lágu
hátt, sem gæti þýtt að gómur hafi
staðið hátt. Hann var tannljótur.
Tennur hafa því væntanlega legið
þétt eða skarast. Hann var herða -
lítill en miðdigur. Líklegasta skýr -
ingin á því er væntanlega framsveigður hryggur og signar axlir með
framstæðum kvið. Þorkell var frár og fimur. Það útilokar engan
veginn heilkenni Marfans, sbr. þekkta íþróttamenn með sjúkdóm-
inn (mynd 3). Þorkell var sagður úteygur. Í Íslenskri orðabók (2002:
1670) er það skýrt sem útstæð augu. Hugsanlega var því um bupht -
halmos að ræða.
Að þessu samanlögðu virðist mér sterkar líkur til þess að höf-
undur Bárðar sögu Snæfellsáss lýsi hér samtímamanni sínum sem
hafi verið haldinn heilkenni Marfans. Ef sú tilgáta er rétt er ábyggi-
lega leitun á eldri lýsingum sjúkdómsins.
418 þórður harðarson skírnir
Mynd 3. Isaiah Austin, einn þekkt-
asti körfuknattleiksmaður Baylor
háskóla í Texas, hafði heilkenni
Marfans.