Skírnir - 01.09.2016, Page 185
421björguðu danir íslenskunni?
Kenningar um vistfræði tungumála og tengsl tungumála
Kenningar Einars Haugen (1972) um vistfræði tungumála snúast
um að skoða málumhverfið í heild og í víðu samhengi fremur en að
beina sjónum að tungumálum og málbreytingum sem einangruðu
fyrirbæri. Horft er til ýmissa félagslegra þátta í málsamfélaginu og
ytri aðstæðna sem snerta tungumálið og þróun þess, m.a. samband
við aðrar þjóðir. Sem dæmi má nefna rannsóknir Haugens (1966) á
norsku. Þó að tiltekið málumhverfi sé fremur einsleitt, þá er það
aldrei svo að ekki sé um nein tengsl við aðrar tungur að ræða.
Stundum geta tengslin orsakast af nálægð við önnur málsamfélög, en
í öðrum tilvikum stafað af hefðum eða sambandi við önnur lönd
eða ríki. Staða tungumála getur verið mismunandi, t.d. með tilliti
til þess hvort þau hafi ritmál eða einungis talmál og að hve miklu
leyti þau hafi tengsl við aðrar tungur innan málsamfélagsins eða
utan. Þá geta viðhorf umheimsins til málsamfélagsins einnig skipt
máli, sem og ríkjandi hugmynda- eða menningarstraumar. Eðli
tungumálatengsla geta einnig verið af ýmsum toga, t.d. geta þau
falist í þýðingum, textalestri eða beinum samskiptum fólks, hvort
heldur er gegnum talað eða ritað mál eða hvort tveggja. Hver áhrifin
geta orðið af slíkum tengslum milli tungumála ræðst m.a. af eðli
þeirra, hve langvarandi þau eru og hvaða viðhorf eru ríkjandi í sam-
félaginu til viðtökumálsins annars vegar og aðkomumálsins hins
vegar, sem og hver innbyrðis vensl þeirra eru, t.d. hvað varðar
skyldleika. Rannsókn á viðhorfum til tungumála í sögulegu ljósi
krefst heimilda sem sýna umfjöllun (metaumfjöllun) um tungumál,
en þær geta verið af skornum skammti (Thomason 2013: 36). Áhrif
tungumálatengsla geta annars vegar komið fram í því sem kallað er
stöðuvandi, þ.e. þegar aðkomumálið tekur yfir svið þar sem venja
er að nota heimamálið, eða í formvanda, þar sem áhrif frá aðkomu-
málinu leiða til breytinga á viðtökumálinu, t.d. á orðaforða, beyg-
ingum, setningafræði og framburði (Aitchison 2013: 153; Matras
2009: 149–165; Winford 2013: 170–187). Þegar svara skal spurning-
unni um tengsl íslensku og dönsku er rétt að hafa þessar kenningar
m.a. að leiðarljósi. Þannig er reynt að varpa ljósi á þá þætti í sam-
skiptum landanna, sem skiptu mestu máli fyrir tengsl tungumál-
skírnir