Skírnir - 01.09.2016, Síða 192
En hvernig þróuðust tengsl dönsku og íslensku hér á landi eftir
að einokunarverslun var komið á 1602 og einveldi árið 1662? Þörfin
fyrir að lesa dönsku fór síst minnkandi með auknum tengslum við
Danmörku, en hefur trúlega verið takmörkuð við lítinn hóp manna.
Danskir kaupmenn dvöldu hér á verslunarstöðum yfir sumartímann
og á stöku stað árið um kring, t.d. í Vestmannaeyjum og Reykjavík
(Hrefna Róbertsdóttir, í útgáfu) og þeir höfðu vitaskuld samskipti
við einhvern hluta landsmanna, einkum íbúa í nágrenni verslun-
arstaða. Í kjölfar einveldistökunnar var lögð áhersla á að efla kon-
ungsvaldið og þá urðu til ný embætti, þ.e. embætti stiftamtmanns
(1684), tveggja amtmanna (1688), síðar þriggja og landfógeta (1683)
(Sigurður Líndal 1993: 72, 75–76). Fyrstu áratugina sátu Danir í
þessum embættum og þeir kunnu ekki íslensku. Aukin samskipti
við stjórnsýsluna í Danmörku og ráðning danskra manna í æðstu
embætti hér á landi ýtti undir notkun dönsku innan stjórnkerfis-
ins. Íslenskir embættismenn, svo sem biskupar, rektorar, lögmenn
og sýslumenn, þurftu því að kunna einhverja dönsku.
Athyglisverða samtímaheimild um tengsl íslensku við erlendar
tungur og stöðu íslenskunnar um miðja átjándu öld er að finna í
FerðabókEggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út í Sórey
árið 1772. Verkið var ritað á dönsku, enda ætlað dönskum lesendum.4
Í Ferðabókinni er fjallað nokkuð ítarlega um málfar í öllum
landshlutum. Það er sammerkt með lýsingunum að íslensk tunga
var sögð hrein til sveita, þar sem lestur fornsagna tíðkaðist og bók-
menntir iðkaðar, en bjöguð við sjávarsíðuna, einkum í nánd við
helstu verslunarstaði þar sem erlendra áhrifa gætti í ríkari mæli. Hér
verða dregin saman helstu atriði lýsingar Eggerts og Bjarna, en að
öðru leyti vísað til Ferðabókarinnar.
Í Kjósarsýslu er málið sagt tiltölulega hreint og óbjagað til sveita,
en við sjávarsíðuna, „einkum í nágrenni hafnanna, þar sem margt
útlendinga kemur, er málið blandað erlendum orðum, sérstaklega úr
þýzku og dönsku“. Í öllu sem ritað sé viðvíkjandi réttarfari, svo sem
embættisbókum, málsskjölum, samningum
428 auður hauksdóttir skírnir
4 Ferðabókina kom fyrst út í íslenskri þýðíngu Steindórs Steindórssonar frá
Hlöðum árið 1942 og síðar í endurskoðaðri útgáfu hans 1981.