Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 194
miðja átjándu öld og því bein tengsl við Dani takmörkuð víðast
hvar.5 Breyting varð hér á með tilkomu innréttinganna í upphafi
sjötta áratugarins og síðar með stofnun kaupstaða á níunda ára-
tugnum (Lýður Björnsson 2006: 128–134).
Í Ferðabókinni er hreint mál skýrt með lestri fornbókmennta og
iðkun orðslistar. Í Borgarfjarðarsýslu er helsta dægradvöl manna
sögð vera að lesa íslenskar sögur, bæði á vetrarkvöldum og þegar
ekki viðrar til útiveru (Eggert Ólafsson 1981, I: 108). Í Snæfells-
nessýslu er lestur fornsagna og rímnakveðskapur sagður talsvert
iðkaður í verstöðvum á vetrum, og þar hittist oft skáld og kvæða -
menn. Einnig eru þar leiknir vikivakar á vetrum, þó ekki eins oft
og tíðkaðist forðum, þar sem reyni á að kunna utanbókar og vera
fundvís á fagrar vísur (Eggert Ólafsson 1981, I: 204). Í Dala sýslu og
á Vestfjörðum er sagnalestur helsta dægradvölin á vetrum, og þar
mátti finna afritara, sem unnu sögunum og lifðu af því að rita þær
(Eggert Ólafsson 1981, I: 270). Málið sé hreinna en á Suðurlandi þó
menn eigi það til að sletta nokkrum enskum og frönskum orðum,
einkum í Ísafjarðarsýslu og nyrðri hluta Barðastrandarsýslu. Sagt
er að í lok sautjándu aldar og allt fram um 1730 hafi margt enskra
og franskra sjómanna verið þar við strendurnar, en mest þó bisca-
yskir hvalveiðimenn, og að sumir Íslendingar hafi ráðist til þeirra á
sumrum í vinnu (Eggert Ólafsson 1981, I: 272). Á Norðurlandi er
málið sagt furðuhreint, þar sem menn styttu sér stundir á löngum
vetrarkvöldum við sagnalestur og kveðskap. Bent er á að gagnlegt
hefði verið að halda áfram því starfi, sem Guðbrandur biskup hóf
við að hreinsa málið og endurbæta stafsetninguna (Eggert Ólafsson
1981, II: 51–52).
Á Austurlandi megi sjá að hreint og óspjallað mál standi í nánu
sambandi við lífsvenjur og hætti hverrar þjóðar. Þegar málið breyt-
ist, þá taki og siðirnir venjulega að spillast, því þegar tiltekin orð og
nöfn gleymist, þá gleymast einnig þeir hlutir og hugtök sem þau
táknuðu. Austfirðingar hafi haldið bæði fornum siðum og lifnaðar-
430 auður hauksdóttir skírnir
5 Í Ferðabókinni er vikið að fjölskyldum frá Jótlandi sem komu hingað til lands til
að gera tilraunir með kornrækt og höfðu sest að í Húnavatnssýslu (Eggert Ólafs-
son 1981, II: 40–41).