Skírnir - 01.09.2016, Page 195
431björguðu danir íslenskunni?
háttum og haldið tungu sinni hreinni og óbreyttri öðrum lands-
mönnum fremur, að undanskildum einstöku lærðum mönnum
hingað og þangað í landinu sem hafi framar öllum þorra manna haft
þekkingu í því efni og verið grandvarir í þeim hlutum. Í grennd við
kaupstaðina þrjá, Vopnafjörð, Reyðarfjörð og Berufjörð, og í
Breiðdal hafi menn þó tekið upp allmörg erlend orð, einkum af
enskum og þýskum uppruna, einkum Berfirðingar. Áherslur og
hljómblær málsins er sagður dálítið einkennilegur á Austurlandi og
líkjast helst norskum hreim. Slíkur framburður sé þó vafalaust jafn-
gamall tungunni og til marks um að hún sé töluð óbreytt. Mikil-
vægast sé að málið sé sérstaklega hreint og laust við erlend orð og
að mörg forn orð og talshættir séu notuð daglega, en algerlega týnd
annars staðar. Hér má nefna nokkur ævagömul orð sem að uppruna
virðast vera aðfengin í norrænt mál, en auk þeirra heyrast þar ýmis
samsett orð úr skáldamáli sem hér eru notuð í daglegu tali (Eggert
Ólafsson 1981, II: 130–131).
Athygli vekur að tekið er fram að þrátt fyrir erlend áhrif í mál-
inu þá fari því víðs fjarri að hin gamla tunga sé nokkurs staðar al-
dauða í landinu þó því sé stundum haldið fram af útlendingum, og
það ekki af ástæðulausu, þar sem sumir Íslendingar hafi fullyrt þetta
– nokkrir til þess að láta sem mest bera á eigin þekkingu, en aðrir
vegna ofurkapps um hreinsun málsins. Að íslenskan lifi enn góðu lífi
sannist á því að hvar sem farið sé um sveitir landsins, þá skilji al-
múgamenn fornsögurnar frá orði til orðs og það svo vel að þegar þær
séu lesnar hátt, fylgist þeir með lestrinum, þó hraður sé, og geti
síðan skýrt frá efninu utanbókar. Kvæðin og einstök torskilin orð
séu þó undanskilin, en það hafi ætíð aðeins verið á færi lærðra
manna að skýra þau og rannsaka. Hin forna stafsetning og munur
á framburði valdi því að alþýðumenn skilji ekki sum ritin.
Sérstaklega er gert að umtalsefni það viðhorf sumra Íslendinga
að vilja leggja niður tungu sína:
En þar sem þessu elzta lifandi tungumáli Evrópu er enn svona farið, mætti
enn halda því við og hindra gereyðingu þess. Það þarf ekki miklar orðaleng-
ingar til að sanna, að þetta beri að gera, þótt önnur sé skoðun þeirra Ís-
lendinga, sem látið hafa í ljós þá ósk, að það yrði lagt niður með öllu.
Skynsamir menn og lærðir munu telja Norðurlöndum og þá einkum Dan-
skírnir