Skírnir - 01.09.2016, Síða 196
mörku og Noregi það hinn mesta hróður að hafa verndað tungu þessa.
Margar hinar ágætustu hetjur og þjóðhöfðingjar hafa látið sér annt um
þjóðtungur sínar og verndun þeirra ásamt öðrum hinum mikilvægustu mál-
efnum. Má í því sambandi nefna Karl mikla og Loðvík 14. (Eggert Ólafs-
son 1981, I: 29)
En hverjir voru þeir Íslendingar, sem töluðu gegn íslenskri tungu eða
lögðu beinlínis til að hún yrði lögð niður? Þekkt eru orð Sveins
Sölvasonar (1754: b 2) lögmanns í inngangi að bókinni Tyro Juris eða
Barn í Logum þar sem hann talar fyrir því að dönsk orð sem varða
lög og rétt verði tekin upp í stað þeirra gömlu íslensku sem ekki séu
lengur í tísku. En hann gekk ekki svo langt að vilja afleggja íslensk-
una. Það gerði hins vegar Bjarni Jónsson rektor í Skálholti í
frægu bréfi til Landsnefndarinnar árið 1771 sem hann ritaði á
dönsku:
Mér virðist ekki aðeins gagnslaust, heldur og mjög skaðlegt að viðhalda ís-
lenskri tungu. Svo lengi sem Íslendingar höfðu sameiginlega tungu með
öðrum norrænum þjóðum, nutu þeir alls staðar mikillar virðingar og
sæmdar; en nú um stundir eftir að tunga þeirra er orðin öðrum óskiljanleg,
njóta þeir lítillar virðingar. Það er hindrun fyrir þá í umgengni við aðrar
þjóðir, í verslun og samskiptum. Hví ættum vér þá að halda fast í íslensk-
una? Fylgjum frekar dæmi Norðmanna og Færeyinga. Látum oss taka upp
dönsku, úr því vér lútum danskri stjórn og erum í samfélagi með Dönum.
(Bjarni Jónsson 1771)6
Oft hefur því verið haldið fram að tillaga Bjarna Jónssonar og
viðhorf hans til íslenskunnar hafi verið fordæmalaus. Skrif Eggerts
í Ferðabókinni a.m.k. hálfum áratugi fyrr, þar sem hann fjallar um
þá Íslendinga sem vilji leggja íslenskuna niður, benda til annars. Það
432 auður hauksdóttir skírnir
6 Þýðingin er greinarhöfundar. Texti Bjarna hljóðar svo: „Jeg anseer det ikke allene
unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal behol de det islandske Sprog.
Saalænge Islænderne havde Fælles-Sprog med andre nord iske Nationer, var de
allevegne i stor Ære og Anseelse; men nu omstunder siden de res Sprog er bleven
uforstaaeligt for andre, ere de meget ringe agtede. Det forhindrer dem i deres Om-
giængelse med andre Nationer, i deres Handel og Vandel, hvorfore skul de man da
være saa fastholdende derved? Lader os da fölge Norges og Færöernes Exem pel.
Lader os antage det danske Sprog, efter som vi staae under en dansk Regie ring, og
i Communication med danske Folk.“