Skírnir - 01.09.2016, Page 202
þess var stofnun félagsins Det kongelige danske Selskab til Fædre-
nelandets Historie og Sprogs Forbedring árið 1745, og var kon-
ungur verndari þess og studdi það fjárhagslega. Starfsemi félagsins
skyldi auka hróður föðurlandsins og beinast að því sem að mestu
gagni mætti koma, einkum að upplýsa um sögu Norðurlanda og
rækta og auðga danska tungu. Félagið gaf út tímarit á dönsku,
Danske Magazin (Feldbæk 1991: 124, 1992: 74–75).
Á síðari hluta aldarinnar var í æ ríkari mæli farið að horfa til nor-
rænnar fortíðar danska ríkisins og þess sem Danmörk átti sameigin-
legt með öðrum Norðurlöndum. Tilgangurinn var annars vegar sá að
greina Dani frá Þjóðverjum, og hins vegar að koma til móts við vax-
andi þjóðernishugmyndir Norðmanna. Eins og Íslendingar leituðu
þeir sér æðri menntunar við Hafnarháskóla og árið 1772 stofnuðu
þeir Norske Selskab í Kaupmannahöfn með Johan Her man Wessel
í broddi fylkingar (Feldbæk 1992: 102). Stofnun Hins íslenzka Lær-
dómslistafélags í Kaupmannahöfn árið 1779 var einnig tímanna tákn,
en á stefnuskrá þess var að efla vísindi á Íslandi, einkum hagnýt vís-
indi, bæta smekk landsmanna og auka lestrarfýsn, hvetja lærða Ís-
lendinga til að skrifa um fræði sín og hreinsa íslenska tungu af
erlendum orðum og orðatiltækjum (Kjartan G. Ottósson 1991: 41–
47, Lýður Björnsson 2006: 172). Undir lok aldarinnar gaf franska
byltingin þjóðernishugmyndum byr undir báða vængi víða í álfunni,
m.a. í Danmörku, en þá var í vaxandi mæli farið að líta á þjóðina og
málsamfélagið sem meginstoðir þjóðernis (Adriansen 2003: 29).
Íslensk tunga og bókmenntir í Danmörku
um aldamótin 1800
Fyrstu þýðingar á Íslendingasögunum komu út í Danmörku á síðari
hluta átjándu aldar. Fræðastörf Árna Magnússonar, handritasafn
hans (Den Arnamagnæanske Samling) og stofnun Árnastofnunar
hvatti til rannsókna og útgáfu á íslenskum fornbókmenntum. Í
skipulagsskrá Styrktarsjóðs Árna Magnússonar (Fundatsen for den
Arnamagnænaske Stiftelse) er kveðið á um að styrkjum skuli varið
til útgáfu á verkum í eigu Árnastofnunar. Ekki komst þó skriður á
útgáfumál fyrr en skipuð var sérstök nefnd, Den Arnamagnæanske
438 auður hauksdóttir skírnir